Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. desember 2021 09:05
Elvar Geir Magnússon
Fær bónus ef hann nær Haaland á Old Trafford
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Ferran Torres færist nær Barcelona.
Ferran Torres færist nær Barcelona.
Mynd: EPA
Azpilicueta, Werner, Haaland, Mukiele, Jorginho, Lingard, Nketiah og fleiri í slúðurpakkanum á öðrum degi desembermánaðar. BBC tók saman.

Barcelona hefur áhuga á að fá spænska varnarmanninn Cesar Azpilicueta (32) frá Chelsea en hann verður samningslaus í sumar. (Marca)

Everton gæti rekið Rafael Benítez eða Marcel Brands, yfirmann fótboltamála, í lok vikunnar. (Football Insider)

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, er hlynntur því að fá þýska sóknarmanninn Timo Werner (25) frá Chelsea næsta sumar. (Bild)

Rangnick mun fá 10 milljónir evra í bónusgreiðslur ef hann nær að sannfæra norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) hjá Borussia Dortmund um að skrifa undir hjá Manchester United. (Bild)

Rangnick mun fá allt að 100 milljónir punda til að styrkja Manchester United með leikmannakaupum í janúar. (Mirror)

Franski hægri bakvörðurinn Nordi Mukiele (24) hjá RB Leipzig er meðal leikmanna sem Manchester United hefur áhuga á að fá. (90min)

Úlfarnir hafa lækkað verðmiðann á Afama Traore (25) en Liverpool hefur áhuga á Spánverjanum. (Football Insider)

Chelsea er opið fyrir því að selja Marokkómanninn Hakim Ziyech (28) og þýska framherjann Timo Werner (25) til Barcelona. (Sport)

Umboðsmaður Jorginho (29) segir að ítalski miðjumaðurinn hafi ekki fundað með Chelsea um framlengingu á samningi. (Tuttomercatoweb)

Spænski sóknarleikmaðurinn Ferran Torres (21) hjá Manchester City færist nær skiptum til Barcelona. (Mundo Deportivo)

Leicester City undirbýr janúartilboð í sóknarmanninn Hwang Hee-chan (25). Suður-kóreski landsliðsmaðurinn er hjá Wolves á lánssamningi frá RB Leipzig. (Football Insider)

Ef Robert Lewandowski (33) yfirgefur Bayern München næsta sumar vonast pólski landsliðsmaðurinn til að fara til Real Madrid. (AS)

Borussia Dortmund hefur blandað sér í baráttuna um úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez (22) hjá Benfica. (Record)

Rangers í Glasgow er meðal félaga sem vilja fá hollenska miðjumanninn Xavi Simons (18) frá Paris St-Germain. (AS)

Búist er við því að West Ham geri janúartilboð í Jesse Lingard (28), sóknarleikmann Manchester United, og James Tarkowski (29), varnarmann Burnley. (Mirror)

Aston Villa hefur ekki áhuga á Joe Gomez (24), varnarmanni Liverpool. (Mail)

Króatíski vængmaðurinn Ivan Perisic (32) hjá Inter íhugar að ganga í raðir Tottenham. (Sport 1)

Enski sóknarmaðurinn Eddie Nketiah (22) hefur hafnað tilboði frá Arsenal um nýjan samning. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner