Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. desember 2022 15:29
Elvar Geir Magnússon
Berhalter: Lítur nokkuð vel út með Pulisic
Mynd: EPA
Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segist vongóður um að Christian Pulisic muni geta spilað gegn Hollandi í 16-liða úrslitum HM á morgun.

Pulisic tryggði Bandaríkjunum 1-0 sigur gegn Íran í vikunni en lenti um leið í hörðu samstuði við íranska markvörðinn Allireza Beiranvand.

Berhalter segist búast við því að Pulisic æfi með liðinu í dag.

„Þetta lítur nokkuð vel út með Pulisic en við skoðum stöðuna eftir æfinguna," segir Berhalter.

Berhalter var einnig spurður út í sóknarmanninn Josh Sargent sem varð einnig fyrir meiðslum gegn Íran. Hann meiddist á ökkla og var tekinn af velli á 77. mínútu.

„Hann er annar leikmaður sem við munum skoða á æfingunni. Það lítur þó betur út me Pelisic en Sargent."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner