Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Slaka á fjármálalögum í Belgíu - Kompany kaupir hlut í Anderlecht
Mynd: Getty Images
Belgíska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta að slakað verði á háttvísisreglum er varða fjármál knattspyrnufélaga.

Farið er í þessa aðgerð vegna efnahagsáhrifa Covid-19 á knattspyrnuheiminn.

Belgíska stórliðið Anderlecht ætlar að nýta tækifærið og hefur 20 milljónum evra verið dælt inn í félagið.

Núverandi hluthafar Anderlecht lögðu hluta peningsins en annar hluti kemur frá belgíska frumkvöðlinum Wouter Vandenhaute og Vincent Kompany sem eru þar með búnir að kaupa hlut í félaginu.

Ekki er greint hversu stór hluti þeirra eru.

Kompany er fyrirliði Anderlecht og óformlegur þjálfari liðsins. Hann er ekki með þjálfaragráðuna sem þarf til að mega stýra knattspyrnufélagi í efstu deild í Belgíu.

Anderlecht gekk illa eftir komu Kompany í fyrra en liðið tók við sér í október. Anderlecht vann síðustu þrjá leiki sína í röð og stefndi á Evrópusæti áður en Covid batt enda á belgíska tímabilið. Liðið endaði því í áttunda sæti og mun ekki taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner