Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Stórkostleg frammistaða Stones - „Hann var svívirðilegur“
Mynd: EPA
Mynd:
Enski varnarmaðurinn John Stones var hrósað í hástert fyrir frammistöðuna í 2-1 sigri Manchester City á Manchester United í úrslitum enska bikarsins.

Stones hefur verið að þróa hlutverk sitt í liðinu undanfarið en Pep Guardiola hefur verið að blanda honum meira inn í sóknarleik liðsins.

Hann spilar sem miðvörður en er duglegur að koma sér inn á miðsvæðið og gert það vel.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, var sérstaklega hrifinn af honum og minnti leikur Stones helst á þá Mathias Sammer og Lothar Matthaus, sem léku með þýska landsliðinu á níunda og tíunda áratugnum.

„Allir eiga eftir að muna eftir Ilkay Gündogan sem manninum sem vann þennan leik, en frammistaða John Stones var hreint út sagt ótrúleg.“

„Varnarlega frábær, komst fyrir Garnacho og skallaði í slá. Síðan stjórnaði hann leiknum á miðsvæðinu. Ég man bara eftir því að hafa séð Sammer og Matthaus gera það fyrir þýska landsliðið. Þeir voru að spila þetta hlutverk í þriggja manna varnarlínu, það er að segja stíga framar með boltann en að taka á móti honum eins og hefðbundinn miðjumaður,“
sagði Carragher á Twitter.

Jack Grealish, leikmaður Man City, hrósaði Stones sérstaklega eftir leikinn og sagði frammistöðu hans svívirðilega. Stones vissi ekki alveg hvort Grealish væri að hrósa honum eða móðga hann, sem er jú skiljanlegt.

„Ég sagði við Stones að hann hafi verið svívirðilegur í dag og hann horfði á mig og hélt ég meinti eitthvað illt en ég meinti að hann hafi verið ótrúlegur,“ sagði Grealish á BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner