Manchester United og Everton skildu jöfn í síðasta leiknum í æfingamóti í Bandaríkjunum í kvöld.
Man Utd fékk vítaspyrnu þegar James Tarkowski reif Kobbie Mainoo niður í teignum. Bruno Ferrnandes steig á punktinn og skoraði.
Man Utd fékk vítaspyrnu þegar James Tarkowski reif Kobbie Mainoo niður í teignum. Bruno Ferrnandes steig á punktinn og skoraði.
Iliman Ndiaye jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Idissa Gueye.
Bryan Mbeumo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd eftir komuna frá Brentford í sumar. Hann spilaði fyrri hálfleikinn.
Mason Mount kom inn á eftir tæplega klukkutíma og kom Man Utd yfir á 69. mínútu með góðu skoti eftir sendingu frá Bruno Fernandes.
Ayden Heaven skoraði síðan óheppilegt sjálfsmark en hann fékk boltann í sig eftir að Mainoo skaut boltanum í hann.
Þessi úrslit þýða að Man Utd fer með sigur af hólmi á mótinu. Liðið endar á toppnum með sjö stig úr þremur leikjum. West Ham sem lagði Bournemouth fyrr í kvöld er í 2. sæti með 6 stig, Bournemouth í 3. sæti með 3 stig og Everton rekur lestina með eitt stig.
2025 Premier League Summer Series Champions ???????? pic.twitter.com/tclt0W0vGC
— Premier League USA (@PLinUSA) August 3, 2025
Athugasemdir