þri 03. september 2019 10:09
Magnús Már Einarsson
Owen og Shearer rífast á Twitter
Owen og Shearer eru ekki svona miklir félagar í dag.
Owen og Shearer eru ekki svona miklir félagar í dag.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: Getty Images
Michael Owen
Michael Owen
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum framherji Newcastle, og Alan Shearer, fyrrum stjóri og leikmaður liðsins, hafa í morgun verið að skjóta á hvorn annan á Twitter.

Shearer stýrði Newcastle í átta síðustu leikjunum þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2009. Owen var á þeim tíma launahæsti leikmaður Newcastle en hann sagðist vera meiddur fyrir lokaleik tímabilsins gegn Aston Villa þar sem allt var undir. Newcastle tapaði 1-0 og féll.

Þetta er eitthvað sem Shearer var óánægður með og hann hefur látið Owen heyra það í gegnum tíðina. Owen birti í dag kafla úr ævisögu sinni í enskum fjölmiðlum og þar skýtur hann til baka á Shearer og gagnrýnir árangur hans sem stjóra.

Shearer svaraði fyrir sig með því að birta myndband á Twitter þar sem hann birtir ummæli Owen um að hann hafi ekki getað beðið eftir að leggja skóna á hilluna síðustu 6-7 ár ferilsins, á sama tíma og hann var launahæstur hjá Newcastle.Owen, sem spilaði einnig með Shearer hjá Newcastle, hefur nú svarað fyrir sig. Owen vill meina að Newcastle goðsögnin Shearer hafi reynt að yfirgefa félagið á sínum tíma.

„Ekki viss um að þú sért jafn tryggur Newcastle eins og þú heldur fram félagi. Ég man eftir því að þú vast hársbreidd frá því að fara til Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt til að komast burt," sagði Owen.



Ekki er ólíklegt að fleiri skot eigi eftir að ganga á milli þessara fyrrum ensku landsliðsmanna í dag!
Athugasemdir
banner
banner