Alex Telles, sem rifti samningi sínum við Al-Nassr í Sádi-Arabíu á dögunum, er búinn að finna sér nýtt félag.
Telles er að semja við Botafogo í heimalandinu, Brasilíu. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.
Telles er að semja við Botafogo í heimalandinu, Brasilíu. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.
Telles er 31 árs vinstri bakvörður sem lék með Man Utd á árunum 2020-2023, var seldur til Al Nassr síðasta sumar en átti ekki að vera í hlutverki í vetur og samningnum var því rift.
Telles er uppalinn hjá Juventude og lék einnig með Gremio áður en hann hóf sinn feril í Evrópu þar sem hann lék með Galatasaray, Inter, Porto, Man Utd og Sevilla.
Annar fyrrum leikmaður United er hjá Botafogo. Það er hægri bakvörðurinn Rafael Da Silva. Telles lék á árunum 2019-2023 tólf landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir