Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 03. október 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden fljótari en Messi í fimmtíu mörk
Mynd: EPA

Það var ótrúlegur Manchester slagur í gær þar sem Man City hafði betur gegn grönnum sínum í United 6-3.


Erling Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna fyrir City en Anthony Martial skoraði tvö og Antony eitt fyrir United.

Foden hefur nú skorað 51 mark með City en þessi 22 ára gamli leikmaður hefur spilað með liðinu frá árinu 2017.

Það er athyglisvert að sjá það að Foden er yngri en einn allra mesti markaskorari allra tíma, LIonel Messi, þegar hann var kominn í 50 mörk.

Foden var nákvæmlega 22 ára og 127 daga gamall en Messi var 22 ára og 164 daga gamall. Báðir gerðu þeir fimmtíu mörk undir stjórn Pep Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner