Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   fim 03. október 2024 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Góð byrjun hjá Benzema sem skoraði fimmta deildarleikinn í röð
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema skoraði fimmta leikinn í röð í sádi-arabísku deildinni er Al Ittihad vann 2-1 sigur á Al Okhdood í kvöld.

Það fór ekki mikið fyrir Benzema á fyrsta tímabili hans með Al Ittihad.

Hann vann Ballon d'Or verðlaunin frægu árið 2022 og samdi síðan í Sádi-Arabíu.

Alls spilaði hann 21 leik og skoraði 9 mörk en hann var meira í því að lenda upp á kant við þjálfarana frekar en að skila frammistöðu á vellinum og auðvitað spiluðu meiðsli einhverja rullu líka.

Frakkinn virðist kominn aftur í sitt besta form en hann hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og er alls kominn með 7 mörk og eina stoðsendingu í sex leikjum.

Al Ittihad er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, eins og ríkjandi meistarar Al Hilal.
Athugasemdir
banner