Hinn 19 ára gamli Oliver Stefánsson leikmaður Norrköping í Svíþjóð spjallaði við Fótbolta.net í gær.
Það stefnir í að Oliver sé að ganga til uppeldisfélagssins ÍA á láni en hann hefur verið að kljást við meiðsli og veikindi í langan tíma.
Í Norrköping er að finna nokkra Ísleindinga, ásamt Oliver eru þar Finnur Tómas Pálmason, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Ari Freyr Skúlason.
„Það er mjög gaman, mjög skemmtilegir karakterar, Ari, Finnur og Jói. Ísak, Alfons og Gummi, þegar þeir voru, alltaf verið gríðarleg stemning í kringum þetta og gengið alveg ágætlega."
Ari Freyr er 34 ára en hinir allir í kringum tvítugsaldurinn, eru þeir allir að tengja?
„Hann er alltaf með okkur strákunum að fíflast, hann er geggjuð týpa, það er gott að fá einn svona í hópinn, með reynslu en getur samt verið að fíflast með okkur. Toppgæji."
Athugasemdir