Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. apríl 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus myndi ekki taka við titlinum
Ronaldo og félagar eru sem stendur á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Ronaldo og félagar eru sem stendur á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Juventus myndi ekki samþykkja sigur í ítölsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar. Þetta segir forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina.

Lærisveinar Maurizio Sarri eru á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Lazio þegar 12 umferðir eru eftir óspilaðar. Deildin var stöðvuð í síðasta mánuði vegna kórónuveirunnar.

Afleiðingar veirunnar á Ítalíu hafa verið skelfilegar. Um 120 þúsund manns hafa smitast og tæplega 15 þúsund látist.

Á Ítalíu er óttast að ekki verði hægt að klára deildina, en Gravina segir að það sé óréttlátt að klára hana ekki. „Það er forgangsatriði að klára deildina," sagði Gravina við TMW Radio.

„Markmiðið er að byrja aftur 20. maí eða snemma í júní og klára í júlí. Það er jafnvel búið að tala um ágúst og september."

„Það væri mikið óréttlæti að klára deildina og það væntanlega fara fyrir dómstóla. Það þyrfti að ákveða sigurvegara og Juventus sjálfir eru á móti þeirri hugmynd," segir Gravina.

Sjá einnig:
Brescia ætlar ekki að mæta ef tímabilið hefst aftur
Athugasemdir
banner
banner