Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 04. apríl 2023 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir
Höskuldur skorar úr vítinu.
Höskuldur skorar úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þessi leikur bar það með sér að menn tóku honum alvarlega, bæði lið, harka og nóg af spjöldum með áhorfendur og flóðljós. Þetta var sterk frammistaða og gott að taka þetta með sér inní mótið.“
Sagði fyrirliði Breiðabliks Höskuldur Gunnlaugsson eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í árlegum leik um titilinn Meistarar meistaranna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Blikar höfðu tögl og haldir að mestu í leiknum í kvöld en ljóst þó að leikur liðsins hefur talsvert breyst frá því í fyrra sem vænta má þegar leikmenn hafa farið og aðrir komið inn í þeirra stað.

„Ég er sammála því sem að Óskar sagði um daginn að það er klárlega "potential" í að þetta lið taki næsta skref. Menn sem hafa komið inn hafa hækkað ránna með aukinni samkeppni, með vilja og góðir karakterar. Bara eins og Patrik og Gústi í dag bara frábærir og Arnór Sveinn sömuleiðis og þetta lítur bara vel út. “

Eins og stundum áður hitnaði heldur í kolunum á milli leikmanna þegar líða fór á leikinn en talsvert hefur verið um pústra á milli manna í leikjum Breiðabliks og Víkinga undanfarin ár.

„Þetta er bara viðingin á milli liðanna að taka hvort annað alvarlega. Það er fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir. Það hefur verið ákveðinn rimma milli þessara liða síðustu ár og skapast einhver skemmtileg saga og góð einvígi. Og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir alla.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir