Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 04. apríl 2023 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir
Höskuldur skorar úr vítinu.
Höskuldur skorar úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þessi leikur bar það með sér að menn tóku honum alvarlega, bæði lið, harka og nóg af spjöldum með áhorfendur og flóðljós. Þetta var sterk frammistaða og gott að taka þetta með sér inní mótið.“
Sagði fyrirliði Breiðabliks Höskuldur Gunnlaugsson eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í árlegum leik um titilinn Meistarar meistaranna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Blikar höfðu tögl og haldir að mestu í leiknum í kvöld en ljóst þó að leikur liðsins hefur talsvert breyst frá því í fyrra sem vænta má þegar leikmenn hafa farið og aðrir komið inn í þeirra stað.

„Ég er sammála því sem að Óskar sagði um daginn að það er klárlega "potential" í að þetta lið taki næsta skref. Menn sem hafa komið inn hafa hækkað ránna með aukinni samkeppni, með vilja og góðir karakterar. Bara eins og Patrik og Gústi í dag bara frábærir og Arnór Sveinn sömuleiðis og þetta lítur bara vel út. “

Eins og stundum áður hitnaði heldur í kolunum á milli leikmanna þegar líða fór á leikinn en talsvert hefur verið um pústra á milli manna í leikjum Breiðabliks og Víkinga undanfarin ár.

„Þetta er bara viðingin á milli liðanna að taka hvort annað alvarlega. Það er fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir. Það hefur verið ákveðinn rimma milli þessara liða síðustu ár og skapast einhver skemmtileg saga og góð einvígi. Og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir alla.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner