Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 04. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við virkilega flottir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður. Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald, en spiluðu þrátt fyrir vel og gáfu ekkert eftir lengst af.

Um fyrsta rauða spjaldið sem Kári Árnason fékk segir Arnar: „Það má líka færa rök fyrir því að Kristján (Flóki Finnbogason) hafi brotið á Kára í aðdragandanum. Þetta var mjög soft fyrir utan það að hann átti ekki séns á að ná boltanum. Kári er búinn að spila 600 landsleiki og mátti bestu framherjum heims. Þetta var soft."

„Mér fannst við vera líklegri á tímabili. KR er hrikalega flott lið en þetta er mjög óvenjulegt meistaralið því þeim líður ekki sérlega vel á bolta og að stjórna leikjum. Þeir vilja stjórna leikjum án bolta og gera það mjög vel. Við fengum eitt og eitt hálffæri sem gat dottið okkar megin, en því miður. Svo kom farsi númer tvö."

Um rauða spjaldið á Sölva sagði Arnar: „Honum var klárlega hrint, við þurfum ekki að deila um það. Hann bregðir höndinni fyrir og reynir að verja sig. Ég sá það alla vega."

„Þetta var í raun ómögulegt eftir þetta. Svo kemur farsi númer þrjú."

Halldór Smári Sigurðsson fékk þriðja rauða spjaldið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur með tæklinguna og sagði Halldór hafa farið með tvo fætur á undan sér.

„Það er bara þvæla," sagði Arnar. „Halldór er á mikilli ferð og fer í tæklinguna. Þetta er hörð tækling, en Halldór er ljúfasti maður í heimi og er aldrei að fara að meiða menn viljandi. Þetta var ekki 'intent' á að meiða. Þetta á ekki að vera beint rautt spjald andskotinn hafi það."

„Ég trúi þeim öllum þegar þeir segja að þetta hafi ekki verið rauð spjöld því þeir eiga ekki til að missa hausinn. Ég held að þetta hafi verið uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum. Það var pjúra víti sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Við munum finna einhverja hafsenta fyrir næsta leik. Það er engin spurning."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner