Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 04. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á KR-velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við virkilega flottir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður. Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald, en spiluðu þrátt fyrir vel og gáfu ekkert eftir lengst af.

Um fyrsta rauða spjaldið sem Kári Árnason fékk segir Arnar: „Það má líka færa rök fyrir því að Kristján (Flóki Finnbogason) hafi brotið á Kára í aðdragandanum. Þetta var mjög soft fyrir utan það að hann átti ekki séns á að ná boltanum. Kári er búinn að spila 600 landsleiki og mátti bestu framherjum heims. Þetta var soft."

„Mér fannst við vera líklegri á tímabili. KR er hrikalega flott lið en þetta er mjög óvenjulegt meistaralið því þeim líður ekki sérlega vel á bolta og að stjórna leikjum. Þeir vilja stjórna leikjum án bolta og gera það mjög vel. Við fengum eitt og eitt hálffæri sem gat dottið okkar megin, en því miður. Svo kom farsi númer tvö."

Um rauða spjaldið á Sölva sagði Arnar: „Honum var klárlega hrint, við þurfum ekki að deila um það. Hann bregðir höndinni fyrir og reynir að verja sig. Ég sá það alla vega."

„Þetta var í raun ómögulegt eftir þetta. Svo kemur farsi númer þrjú."

Halldór Smári Sigurðsson fékk þriðja rauða spjaldið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur með tæklinguna og sagði Halldór hafa farið með tvo fætur á undan sér.

„Það er bara þvæla," sagði Arnar. „Halldór er á mikilli ferð og fer í tæklinguna. Þetta er hörð tækling, en Halldór er ljúfasti maður í heimi og er aldrei að fara að meiða menn viljandi. Þetta var ekki 'intent' á að meiða. Þetta á ekki að vera beint rautt spjald andskotinn hafi það."

„Ég trúi þeim öllum þegar þeir segja að þetta hafi ekki verið rauð spjöld því þeir eiga ekki til að missa hausinn. Ég held að þetta hafi verið uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum. Það var pjúra víti sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Við munum finna einhverja hafsenta fyrir næsta leik. Það er engin spurning."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner