Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 19:31
Brynjar Ingi Erluson
„Það væri svo sexí að fá Ronaldo til Bayern"
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, fyrrum leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, segir að félagið ætti að íhuga það að fá Cristiano Ronaldo í glugganum.

Ronaldo hefur beðið Manchester United um að samþykkja sanngjörn og hentug tilboð í sig, en tæpt ár er liðið síðan hann kom til félagsins frá Juventus.

Þessi 37 ára gamli leikmaður skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en tókst ekki að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea, Bayern og Roma eru meðal þeirra liða sem eru sögð hafa áhuga, en þýska félagið hefur hafnað þessum fregnum. Matthaus segir að félagið ætti að minnsta kosti að íhuga að fá hann inn í stað Robert Lewandowski sem er á förum til Barcelona.

„Það að fá Ronaldo til Bayern væri svo sexí! Það ætti alla vega að skoða kostina og taka svo ákvörðun," sagði Matthaus.

„Ef þið hjá Bayern eruð þeirrar skoðunar að Cristiano Ronaldo getur enn hjálpað í eitt eða tvö ár þá getið þið notað peninginn sem þið fáið fyrir Lewandowski og fengið portúgölsku ofurstjörnuna. Ég myndi hugsa málið."

„Ef hann er ánægður með að fá svipuð laun og Lewandowski, þá gæti maður tekið þátt í hæpinu. Nagelsmann er svo með tvo landsliðsmenn frá Þýskalandi á miðjunni og mjög góðar varaskeifur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner