Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Þróttur aftur á sigurbraut
Murphy átti frábæran leik í kvöld
Murphy átti frábæran leik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding 0-2 Þróttur R.
 0-1 Murphy Alexandra Agnew ('74)
 0-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('8

Þróttur heimsótti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í kvöld. Heimakonur sitja á botninum á meðan Þróttur var í 5. sæti fyrir leikinn.


Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur en Þróttarar með aðeins betri tök á honum.

Það skilaði sér loksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Murphy Agnew skoraði eftir frábæran undirbúning Kötlu Tryggvadóttur.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir tryggði Þrótturum stigin þrjú þegar hún skallaði boltann í netið undir lok leiksins. Þróttur er því í 4. sæti, stigi á undan Eyjakonum. Afturelding áfram á botninum, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Þróttur því aftur komið á sigurbraut eftir töp gegn Breiðablik og Val í síðustu tveimur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner