Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 04. september 2018 18:25
Mist Rúnarsdóttir
Freysi eftir sinn síðasta leik: Mikið af tilfinningum
Icelandair
Freyr fékk rosalegar lokamínútur í síðasta leik sínum sem þjálfari A-landsliðs kvenna
Freyr fékk rosalegar lokamínútur í síðasta leik sínum sem þjálfari A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega hálf tómur. Þetta voru rosalegar lokamínútur,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari svekktur þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir 1-1 jafntefli við Tékka. Úrslitin þýða að HM-draumur stelpnanna okkar er úti en þær hefðu þurft sigur í dag til að komast í umspil um laust sæti á Heimsmeistaramótinu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Tékkland

„Það er mikið af tilfinningum og ég er gríðarlega svekktur og örlítið sár. Ég veit að það var allt gefið í þetta. Við fengum færin, kláruðum ekki færin og markmaðurinn þeirra átti stórkostlegan leik. Svona er þetta,“ sagði Freyr um leikinn. Ísland byrjaði af krafti og hefði getað verið komið með forystu þegar gestirnir komust óvænt yfir á 12. mínútu.

„Við fáum allavegana tvö úrvalsfæri á fyrstu 10 mínútunum. Svo komast þær inn í teiginn hjá okkur í fyrsta sinn og skora. Við erum mjög klaufaleg í þeim aðgerðum. Mér fannst við hökta aðeins eftir það en svo komum við upp aftur og héldum áfram að skapa okkur færi. Ég var alltaf sannfærður um að við myndum skora miðað við færin sem við fengum í fyrri hálfleik en við áttum bara að gera út um þennan leik áður en þessi vítaspyrnumóment koma,“ sagði Freyr svekktur.

Það varð umdeilt atvik rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Barbora Votikova, markvörður Tékklands, tók Elínu Mettu Jensen niður í teignum og Ísland vildi vítaspyrnu.

„Ég get ekki betur séð en að þetta sé pjúrað víti,“ sagði Freyr um atvikið og hélt áfram: „Frábær hreyfing hjá Elínu, fer framhjá markmanninum sem að tekur hana niður. Ég trúi því ekki að hún hafi sleppt þessu. En ég þarf að sjá þetta aftur og passa mig hvað ég segi. Það eru tilfinningarnar sem stýra manni í þessar hugsanir.“

Dómgæslan var ekki góð í dag þó hún hafi ekki ráðið úrslitum. Tékkanir nýttu sér öll trixin í bókinni til að tefja og pirra íslenska liðið og Freyr nefndi að þarna hefði mögulega of reynslulítill dómari verið settur á of stóran leik.

Íslenska liðið náði engum takti í sinn leik í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem þær náðu að ógna marki gestanna. Þeim tókst að jafna með marki Glódísar Perlu og fengu svo kjörið tækifæri til að skora annað mark þegar brotið var á Elínu Mettu í teignum og vítaspyrna var dæmd.

„Tíminn var að renna frá okkur og við tókum aðeins meiri sénsa. Á sama tíma urðu þær örlítið passívari og við gátum hamrað vel á þeim síðustu 10 mínúturnar. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði það átt að duga til en það þarf að skora úr vítunum og það gekk ekki.“

„Ég finn til með Söru að sjálfsögðu en ég bakka hana líka 100% upp og myndi alltaf setja hana aftur á punktinn,“
sagði Freyr og hrósaði Barbora Votikova sem átti frábæran leik í dag og Freyr vill meina að hún sé ein sú efnilegasta í fótboltaheiminum um þessar mundir.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli og HM-draumurinn úti. Freyr skrifaði á dögunum undir samning um að gerast aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og vangaveltur voru um framtíð hans með kvennaliðið sem var í séns á að komast á HM. Nú þegar ljóst er að liðið fer ekki í umspil og Freyr staðfesti við fjölmiðla eftir leik að hann hefði verið að stýra liðinu í síðasta sinn eftir 5 í starfi landsliðsþjálfara.

„Þetta er úti og þá var ég búinn að tilkynna sambandinu að ég myndi hætta eftir þessa keppni. Þetta var minn seinasti landsleikur og þá eru blendnar tilfinningar sem fylgja því.“

„Það er kominn tími á að fá nýjan mann inn. Það hefur ekkert með það að gera að það hafi eitthvað bjátað á. Þetta er búið að vera frábært samstarf.“

„Það eru komin 5 ár núna og ég vildi að það kæmi nýr maður inn. Ég vil fá góðan mann eða konu sem að fylgir því eftir sem ég hef verið að gera. Ég veit að það er hægt að gera meira og ég tel það vera gott fyrir liðið að fá nýja rödd núna. Ég verð hérna til staðar 100% og mun bakka upp næsta þjálfara í því sem hann er að gera,“
sagði Freyr sem gengur stoltur frá borði.

„Þetta eru tímamót og mín upplifun er að þetta hafi verið stórkostlegur tími,“ sagði fráfarandi landsliðsþjálfarinn að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér á ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner