Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. október 2022 23:56
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að leggja fram formlega kvörtun vegna dómgæslunnar í Mílanó
Línan í dómgæslunni var mjög furðuleg í Mílanó
Línan í dómgæslunni var mjög furðuleg í Mílanó
Mynd: EPA
Stjórnendur spænska félagsins Barcelona ætla að leggja fram formlega kvörtun til UEFA eftir 1-0 tap liðsins gegn Inter í kvöld, en félaginu fannst dómgæslan til háborinnar skammar.

Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og tryggði Inter sigur.

Barcelona hefur því tapað tveimur leikjum af fyrstu þremur leikjum sínum.

Dómgæslan í leik liðsins gegn Inter var þó vafasöm á köflum. Mark var tekið af Börsungum á á 66. mínútu leiksins.

Ousmane Dembele átti fyrirgjöf sem fór af Ansu Fati og til Pedri sem skoraði. VAR tók markið af þar sem boltinn átti að fara í höndina á Fati og slapp Inter með skrekkinn, en sóknarþungi Börsunga var gríðarlegur og hafði liðið átt skot í stöng stuttu áður.

Seint í uppbótartíma vildi Barcelona fá vítaspyrnu er Denzel Dumfries handlék knöttinn innan teigs og kom í veg fyrir að Fati gæti skapað sér gott færi. VAR gaf ekki vítið og fór því Inter með sigur af hólmi.

Spænska félagið var allt annað en sátt við dómgæsluna í leiknum og er nú að undirbúa formlega kvörtun til UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner