Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   þri 04. október 2022 14:33
Elvar Geir Magnússon
Því stærri sem leikurinn er því betri er Foden
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fer lofsamlegum orðum um Phil Foden sem skoraði þrennu í 6-3 sigri City gegn Manchester United.

„Hann hefur tekið miklum framförum síðan ég kom hingað fyrst. Strax á öðru ári þá var hann byrjaður að spila í mikilvægum leikjum. Hann finnur ekki fyrir neinni pressu, hann er líkur Bernardo (Silva) að þessu leyti. Því stærri sem leikurinn er, því betur spilar hann," segir Guardiola.

„Hann getur unnið á þröngum svæðum, hann getur farið að teignum og tekið skotið. Hann getur spilað falska níu, eða sem fremsti maður. Hann getur í raun spilað fimm stöður. Jafnvel sem vinstri bakvörður."

Guardiola segir þó að Foden, sem er 22 ára, sé enn með svigrúm til bætinga.

„Þegar kemur að því að spila á miðsvæðinu eru enn ákveðnir þættir sem Foden getur bætt sig í. Á þessum stað þarftu að vera vakandi gagnvart öllu sem er í gangi kringum þig. Með boltann og kannski sérstaklega án hans þarf Phil að bæta sig, en það er eðlilegt. Hann er enn ungur og þráir að læra. Hann mun klárlega verða enn betri," segir Guardiola.

Mahrez þarf að komast í betra stand
Foden hefur verið að spila frábærlega og Jack Grealish er kominn á gott skrið. Ljóst er að enn erfiðara verður fyrir Riyad Mahrez að vinna sér inn sæti í liðinu en sá alsírski hefur byrjað tvo af átta leikjum á tímabilinu.

„Riyad veit hvað hann þarf að gera. Við þurfum á honum að halda og hann verður að finna sitt besta aftur. Hann er með karakterinn, gæðin og ástríðuna fyrir leiknum. Hann þarf að koma sér í betra líkamlegt ástand og þá mun hitt koma."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner