Það verður hart barist í kvöld þegar nágrannarnir Liverpool og Everton mætast á Anfield.
Liðin eru á mjög mismunandi stöðum í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool er á toppnum með gott forskot á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru í neðri hlutanum, í fallbaráttu eins og er.
Everton hefur ekki unnið á Anfield í 21 ár, en Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur trú á því að Everton geti gefið Liverpool alvöru leik.
„Við förum þangað jákvæðir og við vitum að stuðningsmennirnir verða á bak við okkur," sagði Pickford við Sky Sports.
„Við vitum hversu erfiður leikur þetta er - þeir eru á miklu skriði í augnablikinu. Það er ekki hægt að neita því. En að spila á Anfield og reyna að ná í góð úrslit fyrir stuðningsmennina, um það snýst þetta allt."
„Þegar við erum upp á okkar besta þá getum við gefið öllum liðum deildarinnar alvöru samkeppni, ekki bara Liverpool," sagði Pickford.
Á síðasta tímabili vann Liverpool deildarleikinn á Anfield 1-0 eftir mistök Pickford í uppbótartíma. „Það var erfitt að taka þessu vegna þess að ég gerði mistök en ég get lært af því, sem er gott."
„Það erfiðasta í þessu öllu saman var að við töpuðum gegn Liverpool sem er aldrei gott. Það var mjög erfitt þegar við komum inn í búningsklefann. Við gáfum allt í leikinn gegn Liverpool, en töpuðum 1-0 vegna mistaka sem ég gerði."
„En við getum lært af því tapi. Við vorum inn í leikinn og við fengum góð færi. Alisson varði nokkrum sinnum vel og við vorum inn í leiknum allan tímann," sagði Jordan Pickford.
Leikur Liverpool og Everton fer fram í kvöld klukkan 20:15.
Liverpool hefur ekki enn tapað í deildinni, unnið 13 leiki og gert eitt jafntefli til þessa.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 8 | 6 | 1 | 1 | 15 | 3 | +12 | 19 |
2 | Man City | 8 | 5 | 1 | 2 | 17 | 6 | +11 | 16 |
3 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
4 | Bournemouth | 8 | 4 | 3 | 1 | 14 | 11 | +3 | 15 |
5 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
6 | Chelsea | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 | 9 | +7 | 14 |
7 | Sunderland | 8 | 4 | 2 | 2 | 9 | 6 | +3 | 14 |
8 | Crystal Palace | 8 | 3 | 4 | 1 | 12 | 8 | +4 | 13 |
9 | Brighton | 8 | 3 | 3 | 2 | 12 | 11 | +1 | 12 |
10 | Everton | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 9 | 0 | 11 |
11 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
12 | Newcastle | 8 | 2 | 3 | 3 | 7 | 7 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 8 | 2 | 2 | 4 | 8 | 12 | -4 | 8 |
15 | Leeds | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 | 13 | -6 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Burnley | 8 | 2 | 1 | 5 | 9 | 15 | -6 | 7 |
18 | Nott. Forest | 8 | 1 | 2 | 5 | 5 | 15 | -10 | 5 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 8 | 0 | 2 | 6 | 5 | 16 | -11 | 2 |
Athugasemdir