Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. febrúar 2023 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern ekki tilbúið til að kaupa Cancelo á uppsettu verði
Mynd: Bayern München

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá FC Bayern, viðurkennir að 70 milljón evra kaupmöguleiki sem fylgdi með lánssamningi Joao Cancelo sé alltof hár fyrir félagið.


Cancelo reifst við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og var í kjölfarið lánaður til Bayern út tímabilið. Framtíðin hans er óljós þar sem samningur hans við City gildir til 2027.

„Við erum búnir að tala við Cancelo um að þessi upphæð sé erfið fyrir okkur þó við notum ímyndunaraflið. En ef allir aðilar vilja virkilega komast að sameiginlegri lausn þá getum við eflaust komist að einhverri niðurstöðu," sagði Salihamidzic. „Það mikilvægasta þessa stundina er að Joao njóti sín í München."

Pep Guardiola segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér, hann ætli að bíða og sjá hvað setur.

„Hann er kominn til Bayern og við munum hugsa um hvað gerist á næsta tímabili þegar við komum þangað. Eftir tímabilið munum við ræða um marga mismunandi hluti og marga mismunandi leikmenn."

"The most important thing is that João feels comfortable in Munich".


Athugasemdir
banner
banner