Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Rooney gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Það er afar athyglisverður leikur á Pride Park í Derby í kvöld þar sem heimamenn taka á móti Manchester United í 16-liða úrslitum FA-bikarsins.

Man Utd er í Meistaradeildarbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og Derby um miðja Championship-deildina.

Stærsti söguþráðurinn í kringum leikinn er auðvitað að Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United, er að mæta sínu gamla félagi. Hann leikur í dag með Derby og hefur gert það frá því í janúar.

Rooney er goðsögn hjá Manchester United. Hann er bæði markahæstur í sögu Man Utd og enska landsliðsins.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn úr þessum leik mætir Norwich í 8-liða úrslitum.

fimmtudagur 5. mars

ENGLAND: FA Cup
19:45 Derby County - Man Utd (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner