Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fös 05. ágúst 2022 23:10
Haraldur Örn Haraldsson
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis skoraði 2 mörk og var valinn maður leiksins eftir að liðið hans vann Grindavík 5-2 í kvöld. Emil skoraði alveg frábært mark sem verður án efa valið mark tímabilsins í lok sumars.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„(Þetta var) bara drullugóður sigur, það er fínt að geta haldið áfram þessu sigur „runni" sem við erum búnir að vera á og bara styrkja okkar stöðu í þessum top 2 sætum."

Annað mark Emils var í hæsta gæðaflokki og hann sagði okkur aðeins frá því.

„Ég veit ekki hvort við getum talað eitthvað um það bara verðið að sjá það. Boltinn kemur þarna og ég svona ákveð að kýla á þetta og sem betur fer söng hann í netinu."

Emil tók skotið alveg frá enda teigsins og fáir sem hefðu dottið það í hug að reyna það sem hann reyndi.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann."

Emil fékk sinn fyrsta byrjunarliðs leik í dag eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og hér beint fyrir neðan má sjá markið sem allir eru að tala um.


Athugasemdir