Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fös 05. ágúst 2022 23:10
Haraldur Örn Haraldsson
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis skoraði 2 mörk og var valinn maður leiksins eftir að liðið hans vann Grindavík 5-2 í kvöld. Emil skoraði alveg frábært mark sem verður án efa valið mark tímabilsins í lok sumars.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„(Þetta var) bara drullugóður sigur, það er fínt að geta haldið áfram þessu sigur „runni" sem við erum búnir að vera á og bara styrkja okkar stöðu í þessum top 2 sætum."

Annað mark Emils var í hæsta gæðaflokki og hann sagði okkur aðeins frá því.

„Ég veit ekki hvort við getum talað eitthvað um það bara verðið að sjá það. Boltinn kemur þarna og ég svona ákveð að kýla á þetta og sem betur fer söng hann í netinu."

Emil tók skotið alveg frá enda teigsins og fáir sem hefðu dottið það í hug að reyna það sem hann reyndi.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann."

Emil fékk sinn fyrsta byrjunarliðs leik í dag eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og hér beint fyrir neðan má sjá markið sem allir eru að tala um.


Athugasemdir
banner