Víkingur tekur á móti Val í síðasta leik fyrstu umferðar efri hluta Bestu deildarinnar í Víkinni í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:15. Hart verður barist en nýkrýndir bikarmeistarar eru í harðri baráttu við KA um 2.sæti deildarinnar á meðan að Valur eygir veika von um evrópusæti með sigri.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 Valur
Víkingar gera þrjár breytingar á liði sínu frá bikarsigrinum um helgina. Viktor Örlygur Andrason, Danijel Djuric og Kyle Mc Lagan detta út fyrir þá Karl Friðleif Gunnarsson, Helga Guðjónsson og Halldór Smára Sigurðsson.
Hjá Val taka Birkir Már Sævarsson og Patrick Pedersen út leikbann. Auk þeirra detta Rasmus Christiansen og Lasse Petry. Inn í þeirra stað koma þeir Jesper Juelsgård, Heiðar Ægisson, Guðmundur Andri Tryggvason sem og Ágúst Eðvald Hlynsson.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth (f)
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
Athugasemdir