Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 05. desember 2019 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Silva rekinn frá Everton (Staðfest)
Everton er búið að reka Marco Silva sem stjóra félagsins. Sky greindi frá þessu rétt í þessu og hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Everton hefur nú staðfest fréttirnar.

Everton hefur gengið gífurlega illa á leiktíðinni og situr í fallsæti. Silva tók við Everton sumarið 2018 eftir eitt tímabil í starfi hjá Watford. Þar áður stýrði hann Hull, Olympiakos, Sporting og Estoril.

Everton situr eins og fyrr segir í fallsæti, 18. sæti deildarinnar. Liðið hefur sigrað tvo af síðustu ellefu leikjum sínum og tapað síðustu þremur leikjum, nú síðast í gærkvöldi þegar liðið tapaði sannfærandi gegn grönnum sínum í Liverpool, 5-2 á Anfield.

David Moyes, fyrrum stjóri Everton, Real Sociedad, Sunderland og Manchester United er talinn líklegastur til að vera ráðinn í stjórastöðuna. Hann stýrði Everton á árunum 2002-2013.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner