Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Aðstoðarþjálfari Ajax í einangrun vegna kórónaveirunnar
Christian Poulsen sem er hér fyrir miðju er í einangrun
Christian Poulsen sem er hér fyrir miðju er í einangrun
Mynd: Getty Images
Christian Poulsen, aðstoðarþjálfari Ajax í Hollandi, verður í einangrun næstu vikuna vegna kórónaveirunnar en De Telegraaf greinir frá þessu.

Poulsen, sem lék með liðum á borð við Juventus, Schalke, Ajax og Liverpool er í dag aðstoðarþjálfari Ajax en hann mætti í afmæliskvöldverð á föstudag þar sem einn af gestunum var smitaður af kórónaveirunni.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Danmerkur verður því í einangrun næstu vikuna til að fyrirbyggja smit og getur því ekki tekið þátt í næstu verkefnum Ajax.

Annar fyrrum landsliðsmaður Danmerkur, Thomas Kahlenberg, smitaðist þá af veirunni á dögunum eftir ferð til Amsterdam og er hann í einangrun ásamt þrettán öðrum úr þjálfarliði Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner