Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   fös 06. mars 2020 11:33
Magnús Már Einarsson
Man Utd skoðar kynþáttafordóma í garð Lingard
Manchester United hefur hafið rannsókn á því hvort stuðningsmaður liðsins hafi verið með kynþáttafordóma í garð Jesse Lingard eftir 3-0 sigurinn á Derby í enska bikarnum í gær.

Lingard var á leið upp í rútu Manchester United eftir leik þegar nokkrir stuðningsmenn kölluðu ókvæðisorðum í átt að honum.

Fólk hafði safnast saman við rútuna og var ljótum orðum kallað að Lingard. Einn úr hópnum er sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð.

Manchester United er að rannsaka málið núna og ætlar að leita hjálpar frá Derby í rannsókninni.

Sjá einnig:
Lingard fékk yfir sig fúkyrðaflaum
Athugasemdir
banner