Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 06. mars 2021 14:21
Aksentije Milisic
England: Mistök Xhaka kostuðu Arsenal sigur
Burnley 1 - 1 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang ('6 )
1-1 Chris Wood ('39 )

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Burnley og Arsenal á Turf Moor.

Gestirnir frá Arsenal byrjuðu betur í dag og komust yfir með marki á 6. mínútu. Eftir fína sókn fann Willian fyrirliða sinn, Pierre-Emerick Aubameyang í lappir. Hann keyrði inn á völlinn og skaut föstu skoti á nærstögina sem Nick Pope reði ekki við.

Arsenal var betra liðið í fyrri hálfleiknum og fékk Bukayo Saka dauðafæri til að tvöfalda forystuna en skaut knettinum framhjá úr flottu færi. Það var hins vegar Burnley sem jafnaði leikinn seint í fyrri hálfleiknum.

Granit Xhaka gerði sig þá sekan um skelfileg mistök. Hann var með knöttinn í eigin vítateig og reyndi að senda boltann til hægri á David Luiz. Hann skaut knettinum hins vegar beint í magann á Chris Wood og þaðan fór boltinn í netið. Staðan 1-1 í hálfleik.

Liðin skiptust á að sækja í síðari hálfleiknum og áttu bæði fín færi. Nicolas Pepe komst í dauðafæri fyrir Arsenal en hitti knöttinn hreinlega ekki. Á 75. mínútu vildi Arsenal fá vítaspyrnu en þá virtist Erik Pieters handleika knöttinn í baráttunni við Pepe en ekkert var dæmt. Á 83. mínútu gerðist svipað atvik og þá var dæmd vítaspyrna.

Arsenal átti sókn sem endaði með því að Pepe skaut í átt að marki Burnley. Þaðan fór boltinn í öxlina á Erik Pieters og í slánna. Andre Marriner, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og gaf Pieters rautt spjald.

VAR skoðaði hins vegar atvikið og þar sást að um rangan dóm var að ræða. Marriner breytti því dómnum, engin vítaspyrna og ekkert rautt spjald á Pieters.

Arsenal skaut í stöngina á lokamínútu uppbótartímans. Ekki var meira skorað og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson var mættur aftur í lið Burnley í dag og lék hann 68. mínútur sem eru góðar fréttir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner