Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   þri 06. júní 2023 13:09
Elvar Geir Magnússon
Varð strax uppselt á Ísland - Portúgal
Icelandair
watermark Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM sem fram fer þann 20. júní á Laugardalsvelli. Cristiano Ronaldo er meðal leikmanna í portúgalska liðinu og það tók ekki langan tíma að selja upp á leikinn.

Miðasala hófst í hádeginu en um er að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins.

Þremur dögum áður, á þjóðhátíðardeginum 17. júní, verður annar mikilvægur leikur í riðlinum, Ísland - Slóvakía, einnig á Laugardalsvelli. Enn er hægt að kaupa miða á þann leik í gegnum miðasölukerfi tix.is.

Þetta verða fyrstu leikir Íslands undir stjórn Age Hareide. Hann biðlaði til stuðningsmanna á fréttamannafundi í dag og talaði um að liðið þurfi hjálp frá öllum til að ná markmiðum sínum, kallaði eftir stuðningi áhorfenda. Þegar best gekk hafi Ísland verið þekkt fyrir öflugan stuðning.

Ísland tapaði fyrir Bosníu en vann Liechtenstein í síðasta landsleikjaglugga og gríðarlega mikilvægt að vinna Slóvakíu á heimavelli eftir ellefu daga.



Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner