banner
   mið 06. júlí 2022 09:26
Brynjar Ingi Erluson
Reiddist út í Kristal - „Algjör óþarfi að gera þetta"
Jo Inge Berget
Jo Inge Berget
Mynd: EPA
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jo Inge Berget, leikmaður Malmö í Svíþjóð, segir að hann hafi verið reiður út í Kristal Mána Ingason, leikmann Víkings, er hann 'sussaði' á stuðningsmenn Malmö í leik liðanna í gær en hann ræddi við Fotbollskanalen eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Berget átti fínasta leik í liði Malmö og lagði meðal annars upp annað markið fyrir Ola Toivonen í 3-2 sigri.

Nokkrum mínútum áður hafði Kristall Máni jafnað metin fyrir Víking og fagnaði hann því með að 'sussa' á stuðningsmenn, en hann hafði fengið ansi harða meðferð í leiknum og var ítrekað sparkaður niður.

Tilfinninginarnar tóku völdin og fagnaði því Kristall á þennan hátt en hann hafði ekki hugmynd um að þetta mætti ekki. Dómarinn, sem var ævintýralega slakur, burt séð frá þessu atviki, gaf Kristali annað gula spjaldið og þar með rautt.

Berget, eins og aðrir liðsfélagar hans hjá Malmö, var ekki ánægður með Kristal og lét hann heyra það, en hann segir hafa látið dómarann vita að þetta mætti ekki.

„Þetta var algjör óþarfi og heimskulegt að gera þetta. Hann setti sig og liðið sitt í ömurlega stöðu. Ég veit ekki hversu mikið hann var að hugsa í þessu augnabliki en ég var svolítið reiður því það var algjörlega óþarfi að gera þetta."

„Hann veit hvernig reglurnar eru þegar það kemur að því að ögra stuðningsmönnum og auðvitað á þetta að vera gult. Ég sagði það við dómarann og var auðvitað svolítið reiður út í leikmanninn, þannig ég fékk sjálfur gult spjald. Það er bara þannig en þetta var verst fyrir hann,"
sagði Berget við Fotbollskanalen en það kom upp úr kafinu eftir leikinn að Kristall hafði ekki hugmynd um að þetta mætti ekki.

Sjá einnig:
Kristall Máni: Þetta var heimskulegt og ég vissi ekki að ég gæti fengið spjald fyrir þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner