Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. september 2019 14:38
Elvar Geir Magnússon
Kallar eftir því að gerðar verði stórar breytingar á tímabilinu á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Garðarsson umboðsmaður segir að margt megi betur fara í íslenskum fótbolta. Hann var í áhugaverðu viðtali hjá Orra Frey Rúnarssyni á Rás 2.

„Fótboltinn á norðurlöndunum er miklu betri en hérna heima," segir Ólafur sem hefur margra ára reynslu í umboðsmennsku.

„Nú verða einhverjir sárir en við sáum Molde - KR. Ég var að tala við Milos (Milojevic, þjálfara Mjallby) síðast í gær og hann segir að tempóið í sænsku B-deildinni sé miklu meira en hérna heima. Svo er það enn meira í efstu deild í Svíþjóð og Noregi. Þetta er bara staðreyndin."

„Ég sendi stundum menn til reynslu á haustin og fæ símtal til baka þar sem spurt er hvort leikmaðurinn sé búinn að vera meiddur eða veikur. Ég spyr: 'Nei, af hverju' og það er svarað 'Það er hálfleikur í æfingaleiknum sem hann er að spila og hann er búinn',"

„Ég er ekki að áfellast þjálfarana hérna heima en þeir eru oft hræddir um að vera að ofkeyra leikmennina. Nýr yfirmaður knattspyrnumála, Arnar (Þór Viðarsson), hefur verið að benda á það sem betur mætti fara. Það vantar upp á tempó á æfingum og leikirnir í yngri flokkunum eru hugsanlega ekki nægilega langir," segir Ólafur.

Hann kallar eftir því að gerðar verði stórvægilegar breytingar á mótafyrirkomulaginu hér á landi.

„Það gengur ekki að hafa fjögurra og hálfs mánaða mót og sjö og hálfan mánuð í undirbúningstímabil. Það gengur aldrei. Annað hvort þurfum við að gefa undirbúningsmótunum vægi með Evrópusæti eða einhverju slíku eða til dæmis fækka liðunum í tíu og hafa þrefalda umferð. Við verðum að taka einhverjar svona ákvarðanir. Ég tel að þetta sé eina leiðin til að þróa okkur áfram," segir Ólafur Garðarsson.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Ólaf á Rás 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner