Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 15:42
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Moldóva: Værum mjög ánægðir með jafntefli
Icelandair
Semen Altman landsliðsþjálfari Moldavíu.
Semen Altman landsliðsþjálfari Moldavíu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við vitum að íslenska liðið er mjög sterkt. Við erum viðbúnir mismunandi leikaðferðum frá þeim og erum tilbúnir í allt," sagði Semen Altman, landsliðsþjálfari Moldóva, fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli klukkan 16:00 annað kvöld.

„Leikmenn íslenska liðsins eru allir mjög góðir og ég vil ekki taka einn þeirra sérstaklega fyrir. Mér finnst ekki rétt að þjálfari geri það," sagði Altman aðspurður út í íslenska liðið. „Ísland er með mjög góða og sterka leikmenn. Þetta eru ekki bara góðir leikmenn heldur líka gott lið. Ef við náum að stöðva það þá mun okkur ganga vel."

Altman tók við liði Moldava í júlí en hann hafði áður starfað í stuttan tíma sem yfirmaður knattspyrnumála þar í landi. Altman er 73 ára gamall og hefur lengi starfað í fótboltanum en hann hefur þó ekki verið aðalþjálfari í nokkur ár. Altman vill lítið gefa upp hvort hann geri miklar breytingar á leikstíl Moldava

„Við erum bunir að æfa vel eins og fyrir alla leiki. Við vonumst eftir hagstæðum úrslitum. Liðið hefur æft mikið og vel og við mætum jákvæðir til leiks,"

Moldóva er í 171. sæti á heimslista FIFA og náði ekki að vinna leik í undankeppni HM. Liðið vann Andorra 1-0 í júní en Altman viðurkennir að jafntefli væru góð úrslit á Laugardalsvelli á morgun.

„Við værum mjög ánægðir með jafntefli en við ætlum samt að berjast fyrir sigri. Við vitum að íslenska liðið er mjög sterkt og jafntefli væri mjög gott," sagði Altman.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldóvu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner