Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   fös 06. september 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum sáttir með að taka þrjú stig og að halda hreinu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnur - þar á meðal frá Gylfa - en liðið hafði verið að vinna í því í vikunni undir handleiðslu Sölva Geirs Ottesen.

„Við höfum farið vel yfir þetta. Sölvi er örugglega ánægðasti maðurinn í landsliðinu í dag. Hann kom inn til að bæta þetta - ekki það að þetta hafi verið slæmt hjá landsliðinu fyrir - en auðvitað er frábært að hann komi inn og hafi þessi áhrif."

Gylfi var að snúa aftur á Laugardalsvöll eftir að hafa síðast spilað með landsliðinu í fyrra. Hann vaknaði með flensu í morgun en spilaði samt leikinn.

„Ég er gríðarlega ánægður að koma aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila hérna," sagði Gylfi.

„Persónulega var smá vesen með heilsuna í dag. Vonandi lagast það á næstu 24 tímum. Ég hef verið slappur frá því í morgun, fékk einhvern vírus og hafði ekki mikla orku. Það er fínt að komast í gegnum þetta og vonandi verð ég skárri á mánudaginn."

Hann var alltaf staðráðinn í að spila þennan leik.

„Ég var ekkert fárveikur en mjög orkulítill og slappur. Ég hafði ekki nógu mikinn kraft til að spila 90 mínútur en ég þyrfti að vera töluvert meira veikur en þetta til að hætta við leikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner