Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 06. september 2024 18:15
Sölvi Haraldsson
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Icelandair
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við lentum undir og þvílíkur karakter að koma til baka. Sérstaklega á móti sterku liði eins og Danmörku. Þvílíkur karakter og ég er ánægður með liðið.“ sagði Kristall Máni Ingason sem skoraði þrennu í 4-2 sigri U21 landsliðsins gegn Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Kristall spilaði með Víking áður en hann fór út í atvinnumennskuna en honum líður vel að spila á Víkingsvellinum.

Mér hefur alltaf liðið vel að spila hérna. Eins og sést í dag er þetta minn heimavöllur.

Kristall er gífurlega ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði og nýtti veikleika Danmerkur.

Við spiluðum þetta eins og við vildum spila þetta. Leyfa þeim aðeins að halda í boltann. Danmörk vilja alltaf vera með boltann og síðan þegar þeir missa boltann eru þeir kærulausir að skila sér til baka og við nýttum okkur það.

Var sigurinn enn sætari fyrir vikið að hann kom gegn Danmörku?

Nei það er ekkert extra sætt að vinna á móti þeim. Sama hvaða lið þetta var þá var bara mikilvægt að fá þrjá punkta. Næsti leikur er núna mikilvægur. Við þurfum að taka öll stig sem við getum og sjá svo til hvar við endum. Það er bara svoleiðis.

Kristall segir að liðið ætli að fagna smá núna og einbeita sér svo fljótlega að Wales.

Við fögnum núna og hefjum endurhæfingu í kvöld. Síðan fer full einbeiting á Wales.“ sagði Kristall að lokum.

Viðtalið við Kristal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner