Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 06. september 2024 18:15
Sölvi Haraldsson
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Icelandair
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við lentum undir og þvílíkur karakter að koma til baka. Sérstaklega á móti sterku liði eins og Danmörku. Þvílíkur karakter og ég er ánægður með liðið.“ sagði Kristall Máni Ingason sem skoraði þrennu í 4-2 sigri U21 landsliðsins gegn Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Kristall spilaði með Víking áður en hann fór út í atvinnumennskuna en honum líður vel að spila á Víkingsvellinum.

Mér hefur alltaf liðið vel að spila hérna. Eins og sést í dag er þetta minn heimavöllur.

Kristall er gífurlega ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði og nýtti veikleika Danmerkur.

Við spiluðum þetta eins og við vildum spila þetta. Leyfa þeim aðeins að halda í boltann. Danmörk vilja alltaf vera með boltann og síðan þegar þeir missa boltann eru þeir kærulausir að skila sér til baka og við nýttum okkur það.

Var sigurinn enn sætari fyrir vikið að hann kom gegn Danmörku?

Nei það er ekkert extra sætt að vinna á móti þeim. Sama hvaða lið þetta var þá var bara mikilvægt að fá þrjá punkta. Næsti leikur er núna mikilvægur. Við þurfum að taka öll stig sem við getum og sjá svo til hvar við endum. Það er bara svoleiðis.

Kristall segir að liðið ætli að fagna smá núna og einbeita sér svo fljótlega að Wales.

Við fögnum núna og hefjum endurhæfingu í kvöld. Síðan fer full einbeiting á Wales.“ sagði Kristall að lokum.

Viðtalið við Kristal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner