Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fös 06. september 2024 18:15
Sölvi Haraldsson
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Icelandair
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Kristall fagnar fyrsta markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við lentum undir og þvílíkur karakter að koma til baka. Sérstaklega á móti sterku liði eins og Danmörku. Þvílíkur karakter og ég er ánægður með liðið.“ sagði Kristall Máni Ingason sem skoraði þrennu í 4-2 sigri U21 landsliðsins gegn Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Kristall spilaði með Víking áður en hann fór út í atvinnumennskuna en honum líður vel að spila á Víkingsvellinum.

Mér hefur alltaf liðið vel að spila hérna. Eins og sést í dag er þetta minn heimavöllur.

Kristall er gífurlega ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði og nýtti veikleika Danmerkur.

Við spiluðum þetta eins og við vildum spila þetta. Leyfa þeim aðeins að halda í boltann. Danmörk vilja alltaf vera með boltann og síðan þegar þeir missa boltann eru þeir kærulausir að skila sér til baka og við nýttum okkur það.

Var sigurinn enn sætari fyrir vikið að hann kom gegn Danmörku?

Nei það er ekkert extra sætt að vinna á móti þeim. Sama hvaða lið þetta var þá var bara mikilvægt að fá þrjá punkta. Næsti leikur er núna mikilvægur. Við þurfum að taka öll stig sem við getum og sjá svo til hvar við endum. Það er bara svoleiðis.

Kristall segir að liðið ætli að fagna smá núna og einbeita sér svo fljótlega að Wales.

Við fögnum núna og hefjum endurhæfingu í kvöld. Síðan fer full einbeiting á Wales.“ sagði Kristall að lokum.

Viðtalið við Kristal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner