PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 06. október 2024 20:56
Sölvi Haraldsson
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er hundfúll að hafa ekki unnið sem hljómar kannski eins og frekja þegar við jöfnum með síðustu spyrnu leiksins. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn þannig að það var algjör óþarfi að vera komnir 2-1 undir á 60. mínútu.“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Ómar Ingi segir að það séu vonbrigði að HK hafi ekki unnið í dag.

Það var svekkjandi og staða sem við komum okkur í sjálfir. Við vorum of passífir, vorum of langt frá því sem við gerðum í fyrri hálfleiknum og vorum 2-1 undir. Mér fannst eftir það við herja vel á þá. Við fáum fullt af tækifærum til að skora og fengum fullt af tækifærum til þess áður en við skorum. Við ætluðum okkur sigurinn og það eru vonbrigði að hafa ekki náð því í dag.“

Er þetta saga sumarsins þessi leikur í dag?

Það er alveg óhætt að segja það. Við náum ekki nógu heilsteyptri frammistöðu, sérstaklega í varnarleiknum okkar, þegar við gerum hluti sem við gerum vel þá gleymast aðrir hlutir. Við gefum of mörg dauðafæri á okkur.

Hvað tekur Ómar út úr þessu í dag?

Ég tek það út úr þessu að við misstum ekki Vestramenn lengra frá okkur en þetta og við fengum allavegana stig. Það er ennþá möguleiki þó við höfum ekki stjórn yfir öllum hlutunum sem spila þar inn í. Við þurfum að halda áfram og fara inn í næstu tvo leiki þar sem það dugar ekkert annað en sigur. Það er ekki einu sinni víst að það dugi. Við getum ekki horft til baka þegar tímabilið er búið og ekki gert allt sem við gátum, það verður ansi svekkjandi ef önnur lið misstiga sig og við gerum ekki okkar.

Hvernig metur Ómar möguleika HK að halda sér uppi?

 „Auðvitað erum við brattari, Vestramenn fengu fleiri stig en við í þessari umferð. Um leið og það er möguleiki hef ég trú eins og við höfum haft í allt sumar og fyrir tímabilið. Við stjórnum því miður ekki örlögum okkar sjálfir.

Viðtalið við Ómar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner