Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. nóvember 2019 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emery: Við reyndum og vorum sterkir varnarlega
Mynd: Getty Images
Arsenal gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Vitoria í Evrópudeildinni í dag. Skhodran Mustafi kom Arsenal yfir á 80. mínútu en Vitoria jafnaði í uppbótartíma.

Bruno Duarte skoraði þá með bakfallsspyrnu og tryggði heimamönnum stigið. Arsenal er og verður enn á toppi riðilsins með tíu stig eftir þessa fjórðu umferð riðlakeppninnar.

Unai Emery, stjóri Arsenal, var spurður út í leikinn í viðtali við BT Sport eftir leik.

„Leikmennirnir reyndu og við vorum nálægt því að vinna. Mark undir lokin kom í veg fyrir það. Þetta snýst allt um að enda í efsta sætir riðilsins og við erum þar núna."

„Liðið þeirra er gott og það var nauðsynlegt að spila góða vörn. Mér fannst við gera það og við vorum öflugri framávið. Það er ekki auðvelt að skapa fullt af færum,"
sagði Emery að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner