Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 19:27
Elvar Geir Magnússon
Luis Enrique vildi ekki ræða um sína framtíð
Mynd: Getty Images
Hugmyndasnauðir Spánverjar eru úr leik á HM eftir tap gegn Marokkó í 16-liða úrslitum eftir vítakeppni.

Spænska þjóðin er allt annað en ánægð með þessa niðurstöðu og þjálfarinn Luis Enrique var spurður að því eftir leik hvort hann myndi segja af sér.

„Nú er ekki rétti tímapunkturinn til að ræða mína framtíð. Ég vil byrja á því að hitta fjölskyldu mína og hundana mína og vera til staðar fyrir þau," segir Enrique.

„Í næstu viku, þegar forseti spænska sambandsins telur rétta tímapunktinn, þá ræðum við málin. Ég er ekki að hugsa um framtíðina núna. Við verðum að kyngja þessum vonbrigðum fyrst."

Spánn klúðraði öllum þremur vítum sínum í vítakeppninni og Enrique tók sökina á sig sjálfan.

„Ábyrgðin er mín því ég vel fyrstu þrjá spyrnumennina. Ég taldi þá vera vítasérfræðinga. Liðið valdi hina spyrnumennina en við náðum ekki að taka fjórðu spyrnuna. Bono markvörður þeirra er mikill vítabani."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner