Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Man City meðvitað um myndbandið af Guardiola - Ætlaði að hjóla í mann eftir bikarúrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City segist meðvitað um myndband sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést Pep Guardiola, stjóri liðsins, sýna ógnandi hegðun í garð manns á götu í Lundúnum.

Umrætt myndband sýnist að þessi gangandi vegfarandi er með símann á lofti og muldrar einhverjum orðum að Guardiola sem brást illa við.

Samkvæmt Sky er myndbandið tekið eftir úrslitaleikinn í enska bikarnum er Man City tapaði fyrir nágrönnum sínum í Man Utd.

Maðurinn nefndi tapið við Guardiola sem snéri sér við og var klár í að leysa málin með höndunum en annar maður, sem var með Guardiola, og sonur Spánverjans stöðvuðu hann.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner