Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliðinu hjá Jong Ajax og lék fyrstu 77 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn toppliði PEC Zwolle.
Zwolle sýndi mikla yfirburði í leiknum en tókst þó ekki að skora framhjá enska táningnum Charlie Setford sem átti frábæran leik á milli stanganna.
Zwolle er með sjö stiga forystu á toppi B-deildar hollenska boltans eftir þennan sigur á meðan unglingalið Ajax er aðeins komið með 25 stig úr 23 umferðum.
Í Bandaríkjunum átti DC United þá æfingaleik við Los Angeles FC. Wayne Rooney er við stjórnvölinn hjá DC og er Guðlaugur Victor Pálsson samningsbundinn félaginu.
DC vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Christian Benteke á 98. mínútu.
Jong Ajax 0 - 0 Zwolle
DC United 2 - 1 Los Angeles FC
Athugasemdir