mið 07. apríl 2021 12:30
Enski boltinn
Frost hjá Werner - Kominn tími á að hvíla hann?
Werner hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
Werner hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
Mynd: Getty Images
Timo Werner hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Chelsea frá RB Leipzig í fyrrasumar. Werner hefur einungis skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þar af hefur hann bara skorað eitt mark síðan í byrjun nóvember.

Werner hefur farið illa með mörg færi og Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður liðsins, vill sjá hann fara á bekkinn í næstu leikjum.

„Það þarf bara að hvíla hann. Það hefur verið tilraun að keyra hann alltaf í gang en hann er að taka mínútur frá Hudson-Odoi, Olivier Giroud. Tammy Abraham kemst ekki einu sinni á bekkinn. Að mínu mati er komið nóg núna, það þarf að hvíla hann," sagði Jóhann Már í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

Hlynur Valsson, lýsandi hjá Símanum, tók undir með Jóhanni. „Maður hálf vorkennir Olivier Giroud. Það er varla að hann þurfi að fara í takkaskó því að hann kemst aldrei inn á. Það er helst í deildabikarunm eða ef í harðbakkann slær með meiðsli. Það er galið að Tammy Abraham og Giroud fái ekki smá séns þegar Timo Werner getur varla hitt botann," sagði Hlynur.

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins en þar var nánar rætt um Chelsea. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Liverpool vaknar og Barcelona í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner
banner