Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 07. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Icelandair
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og hló þegar undirritaður spurði hana út í 50. landsleikinn á hóteli landsliðsins í gær.

Karólína spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag og fékk fyrir það úr frá KSÍ.

„Ég er mjög stolt að hafa náð þessu og vonandi eru bara góðir tímar framundan," sagði Karólína.

Þegar þú varst að byrja í fótbolta varstu þá að búast við því að þú myndir spila 50 landsleiki fyrir Ísland?

„Það var alltaf markmiðið. Svo spilar maður einn og þá kemur þetta náttúrulega. Ég er mjög sátt."

„Ég er mjög ánægð með úrið. Það er mjög stórt og ég þarf að fara með það til smiðs. Annars er ég mjög sátt."

Þurfum að ná þessu marki inn
Ísland spilar við Sviss á morgun klukkan 16:45 en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, 0-0. Báðir þessir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Það var mikið af ljósum punktum gegn Noregi og við þurfum að byggja ofan á því gegn Sviss. Við vorum mjög þéttar varnarlega og sköpum okkur mikið af færum. Við þurfum að ná þessu marki inn," sagði Karólína.

Karólína fékk færi til að skora og var hún mjög nálægt því. Í seinna færinu setti hún boltann í slána og yfir.

„Sumt fer inn og sumt ekki," sagði Karólína. „Þetta fer vonandi inn í næsta leik, vonandi verður smá heppni með okkur."

Hún segir að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað gott gegn Sviss á morgun.

„Já, klárlega. Ef við höldum áfram að vera þéttar varnarlega og höldum áfram að skapa okkur færi, þá hlýtur þetta að koma," sagði þessi frábæri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner