Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 07. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Icelandair
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og hló þegar undirritaður spurði hana út í 50. landsleikinn á hóteli landsliðsins í gær.

Karólína spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag og fékk fyrir það úr frá KSÍ.

„Ég er mjög stolt að hafa náð þessu og vonandi eru bara góðir tímar framundan," sagði Karólína.

Þegar þú varst að byrja í fótbolta varstu þá að búast við því að þú myndir spila 50 landsleiki fyrir Ísland?

„Það var alltaf markmiðið. Svo spilar maður einn og þá kemur þetta náttúrulega. Ég er mjög sátt."

„Ég er mjög ánægð með úrið. Það er mjög stórt og ég þarf að fara með það til smiðs. Annars er ég mjög sátt."

Þurfum að ná þessu marki inn
Ísland spilar við Sviss á morgun klukkan 16:45 en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, 0-0. Báðir þessir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Það var mikið af ljósum punktum gegn Noregi og við þurfum að byggja ofan á því gegn Sviss. Við vorum mjög þéttar varnarlega og sköpum okkur mikið af færum. Við þurfum að ná þessu marki inn," sagði Karólína.

Karólína fékk færi til að skora og var hún mjög nálægt því. Í seinna færinu setti hún boltann í slána og yfir.

„Sumt fer inn og sumt ekki," sagði Karólína. „Þetta fer vonandi inn í næsta leik, vonandi verður smá heppni með okkur."

Hún segir að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað gott gegn Sviss á morgun.

„Já, klárlega. Ef við höldum áfram að vera þéttar varnarlega og höldum áfram að skapa okkur færi, þá hlýtur þetta að koma," sagði þessi frábæri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner