Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 07. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Icelandair
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og hló þegar undirritaður spurði hana út í 50. landsleikinn á hóteli landsliðsins í gær.

Karólína spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag og fékk fyrir það úr frá KSÍ.

„Ég er mjög stolt að hafa náð þessu og vonandi eru bara góðir tímar framundan," sagði Karólína.

Þegar þú varst að byrja í fótbolta varstu þá að búast við því að þú myndir spila 50 landsleiki fyrir Ísland?

„Það var alltaf markmiðið. Svo spilar maður einn og þá kemur þetta náttúrulega. Ég er mjög sátt."

„Ég er mjög ánægð með úrið. Það er mjög stórt og ég þarf að fara með það til smiðs. Annars er ég mjög sátt."

Þurfum að ná þessu marki inn
Ísland spilar við Sviss á morgun klukkan 16:45 en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, 0-0. Báðir þessir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Það var mikið af ljósum punktum gegn Noregi og við þurfum að byggja ofan á því gegn Sviss. Við vorum mjög þéttar varnarlega og sköpum okkur mikið af færum. Við þurfum að ná þessu marki inn," sagði Karólína.

Karólína fékk færi til að skora og var hún mjög nálægt því. Í seinna færinu setti hún boltann í slána og yfir.

„Sumt fer inn og sumt ekki," sagði Karólína. „Þetta fer vonandi inn í næsta leik, vonandi verður smá heppni með okkur."

Hún segir að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað gott gegn Sviss á morgun.

„Já, klárlega. Ef við höldum áfram að vera þéttar varnarlega og höldum áfram að skapa okkur færi, þá hlýtur þetta að koma," sagði þessi frábæri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner