Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 07. maí 2021 20:59
Baldvin Már Borgarsson
Hallgrímur Mar: Arnar þurfti tíma til að setja sinn svip á liðið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar fór á kostum í 3-1 sigri KA gegn KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld, Grímsi kom KA mönnum yfir með laglegu marki áður en hann lagði upp mark fyrir Brynjar Inga, í lokin innsiglaði Grímsi svo sigurinn með góðu skoti í fjærhornið.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Við byrjuðum þetta mjög vel fyrstu 30, mér fannst við með leikinn alveg í höndum okkar en síðan verðum við smá skelkaðir þegar Rodri fær höfuðhöggið, þá föllum við neðar og missum taktinn, þá fáum við mark í andlitið.''

„Í seinni erum við ragir við að halda boltanum en við lifðum það sem betur fer af og náum að setja þriðja markið, við áttum það fyllilega skilið fannst mér.''

Arnar fékk undirbúningstímabil með liðið núna sem færði ákveðinn brag á liðið, er Hallgrímur sáttur með hvernig Arnar hefur stimplað liðið eftir sínum leik?

„Hann þurfti smá tíma til að setja sinn svip á liðið og það er búið að skila sér núna, við erum þéttir, við erum duglegri og við þorum að halda betur í boltann eins og sást í byrjun og mér líst bara vel á sumarið.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Grímsi betur um leikinn, hvernig Arnar hefur komið sínum áherslum inn í leik KA-manna og hvernig hlutverk Grímsa er í liðinu sem sást að virkaði vel í dag með tveimur frábærum mörkum frá honum.
Athugasemdir
banner