Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 07. maí 2021 20:59
Baldvin Már Borgarsson
Hallgrímur Mar: Arnar þurfti tíma til að setja sinn svip á liðið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar fór á kostum í 3-1 sigri KA gegn KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld, Grímsi kom KA mönnum yfir með laglegu marki áður en hann lagði upp mark fyrir Brynjar Inga, í lokin innsiglaði Grímsi svo sigurinn með góðu skoti í fjærhornið.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Við byrjuðum þetta mjög vel fyrstu 30, mér fannst við með leikinn alveg í höndum okkar en síðan verðum við smá skelkaðir þegar Rodri fær höfuðhöggið, þá föllum við neðar og missum taktinn, þá fáum við mark í andlitið.''

„Í seinni erum við ragir við að halda boltanum en við lifðum það sem betur fer af og náum að setja þriðja markið, við áttum það fyllilega skilið fannst mér.''

Arnar fékk undirbúningstímabil með liðið núna sem færði ákveðinn brag á liðið, er Hallgrímur sáttur með hvernig Arnar hefur stimplað liðið eftir sínum leik?

„Hann þurfti smá tíma til að setja sinn svip á liðið og það er búið að skila sér núna, við erum þéttir, við erum duglegri og við þorum að halda betur í boltann eins og sást í byrjun og mér líst bara vel á sumarið.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Grímsi betur um leikinn, hvernig Arnar hefur komið sínum áherslum inn í leik KA-manna og hvernig hlutverk Grímsa er í liðinu sem sást að virkaði vel í dag með tveimur frábærum mörkum frá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner