Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júní 2022 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Isaac Hayden til Norwich (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Norwich er búið að krækja sér í miðjumanninn Isaac Hayden á eins árs lánssamningi frá Newcastle með kaupskyldu ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt yfir tímabilið.


Hayden er 27 ára varnartengiliður sem ólst upp hjá Arsenal en hefur verið hjá Newcastle undanfarin sex ár. Hann á 171 leik að baki fyrir félagið en missti sætið sitt í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð.

Það er mikill uppgangur hjá Newcastle sem keypti meðal annars Bruno Guimaraes á miðjuna hjá sér og spilaði Hayden aðeins 14 leiki á tímabilinu.

Norwich féll úr úrvalsdeildinni í vor og er markmið félagsins að fara beint aftur upp. Hayden lék síðast í Championship deildinni 2016-17 og fór þá upp með Newcastle.

Ef Norwich kaupir ekki Hayden þá er hann samningsbundinn Newcastle til 2026.


Athugasemdir
banner
banner