Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   þri 07. júlí 2020 22:17
Sigurður Marteinsson
Igor Bjarni: Þetta eru bara dagarnir stundum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar töpuðu 1-2 á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar í 2. deild karla þrátt fyrir að vera manni fleiri mestallan leikinn. Igor Bjarni Kostic þjálfari var skiljanlega mjög svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Rauða spjaldið að sjálfsögðu breytir leiknum en þetta er jafnt og þetta var alveg pínu skák. Svo eru einstaklingsgæði líka í Selfossliðinu þetta er ekki bara gott lið, það eru líka einstaklingsgæði þarna sem gera það að verkum að þeir klára leikinn en ekki við''

Haukar fengu mikið af færum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir að hafa orðið manni fleiri en tókst þó einungis að nýta eitt þeirra. Igor var mjög hugsi yfir því

„Þetta er fjári góð spurning og mér fannst við líka fá kannski tvö bestu færin í leiknum í seinni hálfleik. Þetta eru bara dagarnir stundum''

Haukar eiga annan hörkuleik í næstu umferð þegar þeir mæta Kórdrengjum á heimavelli. Igor segir að sínir menn verði tilbúnir í þann slag. „Það er bara gaman að þessu. Þetta var skemmtilegt í dag þrátt fyrir að við höfum endað með núll stig þá er annar erfiður andstæðingur á Laugardaginn og við erum bara tilbúnir, þýðir ekkert að setjast niður og gráta''


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner