Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 07. júlí 2020 22:17
Sigurður Marteinsson
Igor Bjarni: Þetta eru bara dagarnir stundum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar töpuðu 1-2 á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar í 2. deild karla þrátt fyrir að vera manni fleiri mestallan leikinn. Igor Bjarni Kostic þjálfari var skiljanlega mjög svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Rauða spjaldið að sjálfsögðu breytir leiknum en þetta er jafnt og þetta var alveg pínu skák. Svo eru einstaklingsgæði líka í Selfossliðinu þetta er ekki bara gott lið, það eru líka einstaklingsgæði þarna sem gera það að verkum að þeir klára leikinn en ekki við''

Haukar fengu mikið af færum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir að hafa orðið manni fleiri en tókst þó einungis að nýta eitt þeirra. Igor var mjög hugsi yfir því

„Þetta er fjári góð spurning og mér fannst við líka fá kannski tvö bestu færin í leiknum í seinni hálfleik. Þetta eru bara dagarnir stundum''

Haukar eiga annan hörkuleik í næstu umferð þegar þeir mæta Kórdrengjum á heimavelli. Igor segir að sínir menn verði tilbúnir í þann slag. „Það er bara gaman að þessu. Þetta var skemmtilegt í dag þrátt fyrir að við höfum endað með núll stig þá er annar erfiður andstæðingur á Laugardaginn og við erum bara tilbúnir, þýðir ekkert að setjast niður og gráta''


Athugasemdir
banner
banner
banner