Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 07. júlí 2020 22:17
Sigurður Marteinsson
Igor Bjarni: Þetta eru bara dagarnir stundum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar töpuðu 1-2 á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar í 2. deild karla þrátt fyrir að vera manni fleiri mestallan leikinn. Igor Bjarni Kostic þjálfari var skiljanlega mjög svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Rauða spjaldið að sjálfsögðu breytir leiknum en þetta er jafnt og þetta var alveg pínu skák. Svo eru einstaklingsgæði líka í Selfossliðinu þetta er ekki bara gott lið, það eru líka einstaklingsgæði þarna sem gera það að verkum að þeir klára leikinn en ekki við''

Haukar fengu mikið af færum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir að hafa orðið manni fleiri en tókst þó einungis að nýta eitt þeirra. Igor var mjög hugsi yfir því

„Þetta er fjári góð spurning og mér fannst við líka fá kannski tvö bestu færin í leiknum í seinni hálfleik. Þetta eru bara dagarnir stundum''

Haukar eiga annan hörkuleik í næstu umferð þegar þeir mæta Kórdrengjum á heimavelli. Igor segir að sínir menn verði tilbúnir í þann slag. „Það er bara gaman að þessu. Þetta var skemmtilegt í dag þrátt fyrir að við höfum endað með núll stig þá er annar erfiður andstæðingur á Laugardaginn og við erum bara tilbúnir, þýðir ekkert að setjast niður og gráta''


Athugasemdir
banner