Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 07. júlí 2020 22:17
Sigurður Marteinsson
Igor Bjarni: Þetta eru bara dagarnir stundum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar töpuðu 1-2 á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar í 2. deild karla þrátt fyrir að vera manni fleiri mestallan leikinn. Igor Bjarni Kostic þjálfari var skiljanlega mjög svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Selfoss

„Rauða spjaldið að sjálfsögðu breytir leiknum en þetta er jafnt og þetta var alveg pínu skák. Svo eru einstaklingsgæði líka í Selfossliðinu þetta er ekki bara gott lið, það eru líka einstaklingsgæði þarna sem gera það að verkum að þeir klára leikinn en ekki við''

Haukar fengu mikið af færum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir að hafa orðið manni fleiri en tókst þó einungis að nýta eitt þeirra. Igor var mjög hugsi yfir því

„Þetta er fjári góð spurning og mér fannst við líka fá kannski tvö bestu færin í leiknum í seinni hálfleik. Þetta eru bara dagarnir stundum''

Haukar eiga annan hörkuleik í næstu umferð þegar þeir mæta Kórdrengjum á heimavelli. Igor segir að sínir menn verði tilbúnir í þann slag. „Það er bara gaman að þessu. Þetta var skemmtilegt í dag þrátt fyrir að við höfum endað með núll stig þá er annar erfiður andstæðingur á Laugardaginn og við erum bara tilbúnir, þýðir ekkert að setjast niður og gráta''


Athugasemdir
banner
banner
banner