Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 10:30
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #3
Félög í Pepsi Max-deildinni vilja fá Aron Elís Þrándarson.
Félög í Pepsi Max-deildinni vilja fá Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Sigurbjörn Hreiðarsson áfram með Val eða fer hann annað?
Verður Sigurbjörn Hreiðarsson áfram með Val eða fer hann annað?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason gæti tekið við Gróttu eða fylgt Óskari Hrafni í Kópavoginn.
Halldór Árnason gæti tekið við Gróttu eða fylgt Óskari Hrafni í Kópavoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir er á óskalista ÍBV.
Ída Marín Hermannsdóttir er á óskalista ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan Stefán Jankovic er sagður á leið í Grindavík á nýjan leik.
Milan Stefán Jankovic er sagður á leið í Grindavík á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að þriðja slúðurpakkanum þetta haustið. Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Slúðurpakki #1 (23. september)
Slúðurpakki #2 (30. september)



KR: Íslandsmeistararnir verða með nokkuð svipaðan hóp áfram og lítið heyrist af slúðri úr Vesturbænum.

Breiðablik: Ekki hefur verið tilkynnt hver verður aðstoðarþjálfari með Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Halldór Árnason gæti fylgt honum frá Gróttu. Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson gæti komið heim í Kópavoginn frá Bodö/Glimt.

FH: Kantmaðurinn ungi Jónatan Ingi Jónsson vill fara frá FH. Oliver Sigurjónsson og Aron Elís Þrándarson miðjumaður Álasund eru sagðir á óskalista FH. Albert Hafsteinsson er einnig orðaður við FH en hann er á förum frá ÍA. Framherjinn Geoffrey Castillion, sem var á láni hjá Fylki, er á förum en hann stefnir á að spila utan Íslands næsta sumar.

Stjarnan: Verulegar hræringar eru í þjálfarateyminu í Garðabæ en aðstoðarþjálfararnir Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson eru á förum sem og styrktarþjálfarinn Andri Freyr Hafsteinsson. Ejub Purisevic er líklega að taka við 2. flokki Stjörnunnar og hann gæti komið inn í þjálfarateymi meistaraflokks. Reynsluboltarnir Baldur Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson eru að semja um að vera áfram í Garðabæ og markvörðurinn Haraldur Björnsson er einnig nálægt því að ganga frá nýjum samningi.

Valur: Guðmundur Hreiðarsson er að taka við sem markmannsþjálfari Vals en hann starfaði áður með Hannesi Þór Halldórssyni í íslenska landsliðinu. Óljóst er ennþá hver verður aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar en hann ku hafa rætt við Sigurbjörn Hreiðarsson um að halda áfram í þeirri stöðu á Hlíðarenda. Valur vill fá vinstri bakvörðinn Böðvar Böðvarsson ef hann kemur heim frá Jagiellonia Białystok í Póllandi. Aron Elís Þrándarson er á förum frá Álasund í Noregi og Valur vill klófesta hann.

Víkingur R: Bikarmeistararnir vilja fá Aron Elís Þrándarson heim frá Álasund. Albert Hafsteinsson er líka orðaður við Víking.

Fylkir: Í Árbænum eru þjálfaramálin ennþá óljós. Ólafur Jóhannesson, fráfarandi þjálfari Vals, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðsins, hafa bæst við menn sem eru á blaði þar.

ÍA: Orri SIgurjónsson, miðjumaður Þórs, er líklega á leið í Pepsi Max-deildina og ÍA vonast til að landa honum. Guðmundur Böðvar Guðjónsson gæti komið aftur til ÍA frá Breiðabliki. Varnarmaðurinn Lars Johannsson er á förum og líklega kemur erlendur leikmaður inn í hans stað. Ungverski markvörðurinn Dino Hodzic verður ekki áfram en hann kom til ÍA í júlí.

Fjölnir: Í Grafarvogi er áhugi á að fá framherjann Björgvin Stefánsson frá KR.

Grótta: Leit stendur yfir að eftirmanni Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Gróttu undanfarin tvö ár, er sagður efstur á blaði. Gregg Ryder, fyrrum þjálfari Þórs, hefur sóst eftir að taka við.

Pepsi Max-deild kvenna:

Valur: Íslandsmeistararnir eru að fá Örnu Eiríksdóttur frá HK/Víkingi en systur hennar Hlín og Málfríður spila með liðinu.

Breiðablik: Blikar gætu krækt í Vigdísi Eddu Friðriksdóttur frá Tindastóli.

KR: KR vill fá Láru Kristínu Pedersen en hún er á förum frá Þór/KA:

ÍBV: Eyjamenn eru með alla anga úti í að styrkja hópinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Keflavíkur, og Ída Marín Hermannsdóttir í Fylki eru á óskalistanum.

FH: Nýliðar FH eru nálægt því að semja við Murielle Tiernan, framherja Tindastóls. Murielle var markahæst og best í Inkasso-deildinni í sumar.

Inkasso-deild karla:

Grindavík: Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, er sagður á leið heim til Grindavíkur á nýjan leik. Tvennum sögum fer þó af því hvort Janko verði aðal eða aðstoðarþjálfari en Srdjan Tufegdzic heldur ekki áfram sem þjálfari Grindvíkinga.

Víkingur Ólafsvík: Gregg Ryder hefur sótt um að taka við Víkingi Ólafsvík en leit að eftirmanni Ejub Purisevic er ennþá í gangi þar.

Þór: Páll Viðar Gíslason hefur mest verið orðaður við endurkomu í þjálfarastólinn hjá Þór undanfarna daga en nýjustu sögur segja að Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, taki við.

Fram: Fram hefur áhuga á að fá framherjann Brynjar Jónasson frá HK.

Þróttur R.: Þjálfaraleit er í gangi í Laugardalnum. Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Breiðabliks, var sterklega orðaður við starfið um helgina en nú þykir Páll Einarsson, fyrrum leikmaður og þjálfari Þróttar, líklegastur til að taka við liðinu á ný. Páll hefur undanfarið þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki. Sigurbjörn Hreiðarsson og Srdjan Tufegdzic hafa einnig verið orðaðir við starfið.

Inkasso-deild kvenna:

Fjölnir: Guðmundur Guðjónsson er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Fjölni.

2. deild karla:

Haukar: Brynjar Gestsson er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Haukum. Brynjar er fyrrum leikmaður Hauka en hann þjálfaði síðast ÍR í fyrra.

Víðir Garði: Kenneth Hogg, framherji Njarðvíkur, gæti verið á leið í Garðinn. Hogg er líklega á förum frá Njarðvík.

Þróttur V.: Matthías Guðmundsson hafnaði Þrótti en liðið er enn í þjálfaraleit. Framherjinn reyndi Gilles Mbang Ondo verður líklega áfram í Vogunum.

Kórdrengir: Kórdrengir hafa áhuga á að fá framherjann Guðmund Magnússon sem yfirgaf herbúðir ÍBV í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner