Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. júní 2021 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 landsliðið spilaði í stað A-landsliðsins - Félagsliðin ósátt
Spænska U21 landsliðið bar sigur úr býtum.
Spænska U21 landsliðið bar sigur úr býtum.
Mynd: Getty Images
Leikmenn spænska U21 landsliðsins voru kallaðir upp í A-landsliðið fyrir vináttulandsleik gegn Litháen í kvöld.

Sergio Busquets, fyrirliði Spánar, greindist Covid-19 smitaður. Allir leikmenn og starfsmenn sem eru núna í sóttkví hafa greinst neikvæðir í skimunum. Jose Manuel Rodriguez, íþróttaráðherra Spánar, segir að leikmenn spænska liðsins verði bólusettir á morgun.

Spænska U21 landsliðið vann öruggan 4-0 sigur á Litháen. Hugo Guillamón, Brahim Diaz, Juan Miranda og Javi Puado skoruðu mörk Spánar í leiknum.

Fjölmargir leikmenn spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en Record fjallar um það að félög í La Liga séu mjög ósátt við spænska knattspyrnusambandið. Fjölmargir leikmannana eru með ákvæði í samningi sínum um bónus eða launahækkun við fyrsta A-landsleikinn og því þurfa ákveðin félög að opna veskið núna þegar þau voru ekki að búast við því.

Spánn er í riðli á EM og mætir Svíþjóð í fyrsta leik þann 14. júní. Eftir leikinn gegn Svíþjóð mun Spánn mæta Póllandi 19. júní og svo Slóvakíu fjórum dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner