„Mér líður ógeðslega vel. Þetta hefði ekki getað verið betra. Þvílík liðsframmistaða og allar stelpurnar voru bara geggjaðar.“ sagði Hildur Karítas, leikmaður Aftureldingar, sem skoraði tvö mörk í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 3 Afturelding
Þú skoraðir tvö mörk í dag, hvernig var að spila í leiknum?
„Við lögðum leikinn mjög vel upp á æfingum fyrir leik. Við gerðum allt sem þjálfararnir lögðu upp með og meira enn það og við börðumst bara allan tímann.“
Hvað kemur til með það að þið vinnið topplið Víkinga 3-2 í dag?
„Við vitum nákvæmlega hvað við getum og það vantaði bara pínu lítið upp á það að við yrðum geggjaðar. Við vitum að erum drullu góðar og þetta kom í dag.“
Var eitthvað stress undir lok leiks sérstaklega þegar þær ná að minnka munin?
„Já bara stress en maður bara heldur haus. Þorbjörg tók eina geggjaða björgun á línu og þetta var bara geggjað.“
Hvernig finnst þér tímabilið hafa farið af stað?
„Við hefðum alltaf viljað byrja betur og verið með fleiri stig. Öll liðin geta samt unnið alla í þessari deild og þetta verður bara ótrúlega spennandi deild.“ sagði Hildur eftir sætan 3-2 sigur á Víkingum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.