De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   fim 08. júní 2023 23:17
Sölvi Haraldsson
Hildur Karítas: Allir geta unnið alla
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta hefði ekki getað verið betra. Þvílík liðsframmistaða og allar stelpurnar voru bara geggjaðar.“ sagði Hildur Karítas, leikmaður Aftureldingar, sem skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Þú skoraðir tvö mörk í dag, hvernig var að spila í leiknum?

„Við lögðum leikinn mjög vel upp á æfingum fyrir leik. Við gerðum allt sem þjálfararnir lögðu upp með og meira enn það og við börðumst bara allan tímann.“

Hvað kemur til með það að þið vinnið topplið Víkinga 3-2 í dag?

„Við vitum nákvæmlega hvað við getum og það vantaði bara pínu lítið upp á það að við yrðum geggjaðar. Við vitum að erum drullu góðar og þetta kom í dag.“

Var eitthvað stress undir lok leiks sérstaklega þegar þær ná að minnka munin?

„Já bara stress en maður bara heldur haus. Þorbjörg tók eina geggjaða björgun á línu og þetta var bara geggjað.“

Hvernig finnst þér tímabilið hafa farið af stað?

„Við hefðum alltaf viljað byrja betur og verið með fleiri stig. Öll liðin geta samt unnið alla í þessari deild og þetta verður bara ótrúlega spennandi deild.“ sagði Hildur eftir sætan 3-2 sigur á Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner