Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 08. júní 2023 23:17
Sölvi Haraldsson
Hildur Karítas: Allir geta unnið alla
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta hefði ekki getað verið betra. Þvílík liðsframmistaða og allar stelpurnar voru bara geggjaðar.“ sagði Hildur Karítas, leikmaður Aftureldingar, sem skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Þú skoraðir tvö mörk í dag, hvernig var að spila í leiknum?

„Við lögðum leikinn mjög vel upp á æfingum fyrir leik. Við gerðum allt sem þjálfararnir lögðu upp með og meira enn það og við börðumst bara allan tímann.“

Hvað kemur til með það að þið vinnið topplið Víkinga 3-2 í dag?

„Við vitum nákvæmlega hvað við getum og það vantaði bara pínu lítið upp á það að við yrðum geggjaðar. Við vitum að erum drullu góðar og þetta kom í dag.“

Var eitthvað stress undir lok leiks sérstaklega þegar þær ná að minnka munin?

„Já bara stress en maður bara heldur haus. Þorbjörg tók eina geggjaða björgun á línu og þetta var bara geggjað.“

Hvernig finnst þér tímabilið hafa farið af stað?

„Við hefðum alltaf viljað byrja betur og verið með fleiri stig. Öll liðin geta samt unnið alla í þessari deild og þetta verður bara ótrúlega spennandi deild.“ sagði Hildur eftir sætan 3-2 sigur á Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner