De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 08. júní 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jefferson Lerma til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur opinberað að Jefferson Lerma mun ganga í raðir félagsins þegar samningur hans við Bournemouth rennur út í lok mánaðar.

Lerma er 28 ára kólumbískur landsliðsmaður sem mun skrifa undir þriggja ára samning á Selhurst Park.

Lerma var í fimm ár hjá Bournemouth en hann kom frá Levante árið 2018.

„Við hlökkum til að taka á móti honum 1. júlí þegar við hefjum undirbúning fyrir 11. tímabilið í röð í efstu deild," sagði Steve Parish, stjórnarformaður Palace.

Bournemouth endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar í vetur en Crystal Palace endaði í 11. sæti með sex stigum meira.
Athugasemdir
banner
banner