Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   lau 08. júní 2024 20:28
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Það eru hörku leiðtogar í þessu liði
Kvenaboltinn
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður fyrir hönd stelpnanna sem lögðu mikla vinnu í þennan leik. Lentum svolítið í holu í byrjun, Tindastóll fannst mér byrja betur og auðvitað skora þetta mark, kemur óheppilega þegar Sóley er út af að fá aðhlynningu en gott mark hjá þeim.Þá fannst mér leiðtogarnir í liðinu stíga upp og trekkja liðið í gang“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Tindastóll

Þróttur skoraði þrjú mörk úr föstum leikatriðum í dag. Er það eitthvað sem Þróttur hefur verið að leggja áherslu á á æfingum.„Guðrúnn er búinn að vera að, eins og maður segir, drilla þetta og Sæunn er með góðan fót og var bara býsna gott í dag.“

Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þrennu í dag„Það er það sem er búið að skorta, okkur er að skora mörk. Liðið lendir í því í síðustu viku að Sierra, sem er búin að vera öflug slítur krossband og lýstum svolítið eftir því að það væri einhver sem myndi stíga upp og Kristrún gerði það svo sannarlega í dag.“

Þetta var fyrsti sigur Þróttar í sumar„Það er búið að vera góður kraftur í stelpunum þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki komið. Frammistöðurnar hafa verið fínar, það er ekki hægt að tala um það endalaust, Það eru hörku leiðtogar í þessu liði, Sæunn og Álfa fyrirliði á miðjunni, frábær í dag og drífur liðið áfram“


Athugasemdir