Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fim 08. ágúst 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Ólafur Hrannar: Sýndist hann bara fara í hann
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að halda í boltann og stjórna leiknum með boltann. Ætli 1-1 hafi ekki verið sanngjarnt.“ sagði Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu í Mosfellsbænum.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Ólafur er ánægður með liðið og frammistöðuna í dag.

Ég er ánægður með strákana og liðið. Þrátt fyrir að við fengum mark á okkur héldum við bara skipulagi og náðum jöfnunarmarkinu fljótlega en það var gott að skora það fyrir hálfleik.

Leiknismenn gerðu tilkall í vítaspyrnu undir lok leiks þegar Róbert Hauks var tekinn niður í teig Aftureldingar.

Mér sýndist hann bara fara í hann (Róbert) án þess að fara í boltann. En ég á eftir að sjá það aftur og ætla ekkert að koma með neinn sleggjudóm með það. Bæði lið gerðu tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum svo bara sjáum við til hvort við höfðum rétt fyrir okkur með það að gera.

Ólafur segir að stígandinn í Leiknisliðinu sé góður og að seinustu leikir hafa spilast vel fyrir þá.

Stígandinn hefur verið mjög góður. Gróttuleikurinn var virkilega vel spilaður, við tókum líka skref fram á við í dag gegn góðu Aftureldingarliði. Við erum mjög ánægðir með skrefin sem við erum að taka fram á við.“ sagði Ólafur Hrannar eftir leik.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner