Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 08. ágúst 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Ólafur Hrannar: Sýndist hann bara fara í hann
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að halda í boltann og stjórna leiknum með boltann. Ætli 1-1 hafi ekki verið sanngjarnt.“ sagði Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu í Mosfellsbænum.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Ólafur er ánægður með liðið og frammistöðuna í dag.

Ég er ánægður með strákana og liðið. Þrátt fyrir að við fengum mark á okkur héldum við bara skipulagi og náðum jöfnunarmarkinu fljótlega en það var gott að skora það fyrir hálfleik.

Leiknismenn gerðu tilkall í vítaspyrnu undir lok leiks þegar Róbert Hauks var tekinn niður í teig Aftureldingar.

Mér sýndist hann bara fara í hann (Róbert) án þess að fara í boltann. En ég á eftir að sjá það aftur og ætla ekkert að koma með neinn sleggjudóm með það. Bæði lið gerðu tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum svo bara sjáum við til hvort við höfðum rétt fyrir okkur með það að gera.

Ólafur segir að stígandinn í Leiknisliðinu sé góður og að seinustu leikir hafa spilast vel fyrir þá.

Stígandinn hefur verið mjög góður. Gróttuleikurinn var virkilega vel spilaður, við tókum líka skref fram á við í dag gegn góðu Aftureldingarliði. Við erum mjög ánægðir með skrefin sem við erum að taka fram á við.“ sagði Ólafur Hrannar eftir leik.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner