Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 08. ágúst 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Ólafur Hrannar: Sýndist hann bara fara í hann
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að halda í boltann og stjórna leiknum með boltann. Ætli 1-1 hafi ekki verið sanngjarnt.“ sagði Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu í Mosfellsbænum.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Ólafur er ánægður með liðið og frammistöðuna í dag.

Ég er ánægður með strákana og liðið. Þrátt fyrir að við fengum mark á okkur héldum við bara skipulagi og náðum jöfnunarmarkinu fljótlega en það var gott að skora það fyrir hálfleik.

Leiknismenn gerðu tilkall í vítaspyrnu undir lok leiks þegar Róbert Hauks var tekinn niður í teig Aftureldingar.

Mér sýndist hann bara fara í hann (Róbert) án þess að fara í boltann. En ég á eftir að sjá það aftur og ætla ekkert að koma með neinn sleggjudóm með það. Bæði lið gerðu tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum svo bara sjáum við til hvort við höfðum rétt fyrir okkur með það að gera.

Ólafur segir að stígandinn í Leiknisliðinu sé góður og að seinustu leikir hafa spilast vel fyrir þá.

Stígandinn hefur verið mjög góður. Gróttuleikurinn var virkilega vel spilaður, við tókum líka skref fram á við í dag gegn góðu Aftureldingarliði. Við erum mjög ánægðir með skrefin sem við erum að taka fram á við.“ sagði Ólafur Hrannar eftir leik.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner