Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. október 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Földu að Albert væri á reynslu hjá þeim
Af æfingu hjá Kristjáni Bernburg í Belgíu.
Af æfingu hjá Kristjáni Bernburg í Belgíu.
Mynd: Kristján Bernburg
Guðmundur Benediktsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá í vikunni og var hann talsvert spurður út í son sinn Albert Guðmundsson.

Sjá einnig:
Sprenghlægileg saga: Albert lék Willum í FIFA og las yfir mönnum

Gummi segir frá reynsluferðum Alberts þegar hann var yngri og vakti athygli ein sagan af Alberti þegar hann spilaði æfingaleik með Arsenal. Gummi segir að Arsenal hafi sýnt Alberti mjög mikinn áhuga á sínum tíma.

„Það er áhugavert að þegar þú kemur á reynslu til Arsenal, allavega á þeim tíma, þá voru spilaðir kannski tveir leikir í hverri ferð. Þá kemur út leikskýrsla fyrir leik hverjir séu að spila," sagði Gummi.

„Þá var bara John Sinclair númer tíu þegar Albert var númer tíu. Þá vilja liðin ekki gefa hinum liðunum sem eru að fylgjast með upplýsingar hver sé að spila ef þeim skildi lítast vel á hann. Það er bara sett eitthvað nafn til að fela hver sé á reynslu," sagði Gummi.

Albert fór á reynslu til Hoffenheim, Liverpool, Arsenal en skrifaði á endanum undir hjá Heerenveen í Hollandi. Í dag er hann leikmaður AZ Alkmaar.


Athugasemdir
banner
banner